Flokkur: Fiskifréttir

Hjalteyri Sea Snack fékk fyrsta styrkinn

Nýsköpunarfyrirtækið Hjalteyri Sea Snack varð fyrst til að hljóta lán úr nýjum lánaflokki Byggðastofnunar, sem hleypt var af stokkunum í haust.

Nóvemberafli svipaður milli ára

Fiskafli íslenskra skipa í nóvember var 77.902 tonn sem er 1% meiri afli en í nóvember 2016. Botnfiskaflinn nam rúmum 44 þúsund tonnum og jókst um 12%.

Varasamt að votta allt

„Vottunin er vegna þess að við þurfum að staðfesta það við þá sem kaupa fiskinn að við séum að gera það sem við sögðumst ætla að gera,“ segir Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá SFS, sem er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í umhverfismerkingum og vottun ábyrgra fiskveiða, en Íslendingar hafa lengi verið leiðandi á því sviði.

90 milljónir til vöktunar í laxveiðiám

Í texta frumvarpsins segir að mikilvægt sé „að fylgja niðurstöðum áhættumats Hafrannsóknastofnunar eftir, sannreyna og uppfæra það reglulega með viðamikilli vöktun. Vöktunin fer fram með myndavél í ám, merkingu á öllum seiðum sem fara í eldi, sýnatöku úr fiskum og seiðum í ám og greiningu á erfðaefni.“

Ekkert framlag til fjárfestinga í hafrannsóknum

Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2018, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun, er ekki gert ráð fyrir neinum fjárfestingum til Hafrannsóknastofnunar né annarra rannsókna, þróunar og nýsköpunar í sjávarútvegi. Stofnunin fær hins vegar 165 milljóna tímabundið framlag til aukinna hafrannsókna.

Ekkert samkomulag náðist

„Raunveruleikinn er því miður sá að við náðum ekki einu sinni samkomulagi um að hætta að styrkja ólöglegar fiskveiðar,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Ceciliu Malmström, viðskiptastjóra Evrópusambandsins, eftir að ellefta ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) lauk í gær.

Skaginn 3X styrkir nærsamfélagið

„Þetta er búið að vera frábært ár hjá okkur og við vildum deila því með nærsamfélaginu með 4,5 milljón kr styrk,“ segir Una Lovísa Ingólfsdóttir, vörustjóri og stjórnarmaður í Skaganum 3X. Styrkirnir fara til Íþróttabandalags Akraness og Héraðssambands Vestfirðinga.

Launþegum fækkar í sjávarútvegi

Í sjávarútvegi voru launþegar 8.900 og launagreiðendur 481 í október 2017, en í október 2016 voru 9.100 launþegar í sjávarútvegi. 

Launþegum fækkar í sjávarútvegi

Í sjávarútvegi voru launþegar 8.900 og launagreiðendur 481 í október 2017, en í október 2016 voru 9.100 launþegar í sjávarútvegi. 

Mokveiði þegar hafísinn losar takið

„Ætli veiðinni sé ekki best líst með því að segja að hún hafi verið upp og ofan. Hafís og brælur voru að gera okkur lífið leitt á tímabili en ef vindáttin var rétt og hafísinn hopaði þá var stundum feiknaleg veiði,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, í viðtali á heimasíðu HB Granda, en togarinn er nýkominn til hafnar í Reykjavík eftir veiðiferð á Vestfjarðamið.
Page 28 of 83« First...1020«2627282930 » 405060...Last »