Flokkur: Fiskifréttir

Auka úthald varðskipanna

Leit og björgun áhafnar bandarísku skútunnar Valiant sem hvolfdi með tveimur mönnum um borð um 200 sjómílur suðvestur af Reykjanestá síðastliðið sumar er meðal eftirminnilegri atburða á síðasta ári að mati Ásgríms Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Hann segir atburðinn minnistæðan, ekki síst í ljósi þess hvernig allir þættir í leit og björgun hefðu unnið saman sem einn og hve giftusamlega hefði tekist til við björgunina.

Fjórða árið sem ekkert banaslys verður til sjós

Einnig hefur orðið fækkun á tilkynningum um slys til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Jafnan berast færri tilkynningar til Rannsóknarnefndarinnar en Sjúkraskrár en hlutfallslega er fækkun tilkynningu áþekk.

18 manna áhöfn – þar af 8 tæknimenn

„Það gengur mjög vel. Skip og búnaður hafa staðið fyllilega undir væntingum og ég lít svo á að með tilkomu þessara nýju skipa þá höfum við tekið stökk inn í nýja öld,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK, í viðtali við heimasíðu HB Granda.

Fiskur lagstur í loðnuát sem kemur niður á aflabrögðum

Frystitogarinn Blængur NK er að landa í Neskaupstað í dag. Veiðiferðin tók 23 daga og er aflinn 388 tonn upp úr sjó að verðmæti um 97 milljónir króna. Togarinn millilandaði í Hafnarfirði 16. janúar.

Ekki flókið að þrepaskipta

Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir það ekki þurfa að vera flókið að skilgreina ólíka flokka útgerðar þannig að hægt verði að þrepaskipta veiðigjaldinu.

Þörf á endurnýjun björgunarskipaflotans

Mikil þörf er á endurnýjun björgunarskipa Slysavarnafélag Landsbjargar sem er alls tólf talsins og þrettán að meðtöldu skipi Björgunarfélags Vestmannaeyja sem er í þeirra eigu. Skipin, utan Vestmannaeyja, sem nú eru í notkun voru keypt notuð af Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu í Bretlandi, RNLI, eftir síðustu aldamót og eru komin mjög til ára sinna.

Hampiðjan verðlaunuð fyrir nýsköpun

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í gær fyrir rekstrarárið 2016. Í tengslum við það uppgjör voru jafnframt veitt verðlaun fyrir nýsköpun, sem kom í hlut Hampiðjunnar að þessu sinni.

Síldarvinnslan framleiddi tæp 38.000 tonn af afurðum

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað framleiddi samtals 37.351 tonn af afurðum á árinu 2017. Til samanburðar var framleiðslan 39.216 tonn á árinu 2016 og 30.860 tonn á árinu 2015.

Rótfiskar á línuna

Gylfi Ásbjörnsson, skipstjóri á Tryggva Eðvarðs SH, var í landi þegar haft var samband enda þriggja daga bræla framundan. Tryggvi Eðvarðs er með aflahæstu línubátum í sinum stærðarflokki og afli upp úr sjó á þessu kvótaári er farinn að nálgast 760 tonn.

Ekkert hægt að segja um endanlega ráðgjöf

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, ásamt grænlenska veiðiskipinu Polar Amaroq, hafa undanfarna daga verið við mælingar á stærð loðnustofnsins og hafa nú lokið fyrstu yfirferð sinni.  Um borð í Polar Amaroq er teymi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun en auk ofangreindra skipa aðstoðaði veiðiskipið Bjarni Ólafsson við leit ásamt því að fleiri uppsjávarskip könnuðu ákveðin svæði á leið sinni til veiða.
Page 30 of 98« First...1020«2829303132 » 405060...Last »