Flokkur: Fiskifréttir

Reynslusigling Breka VE gekk að óskum

Breki VE stóðst öll próf í reynslusiglingu við Kínastrendur. Nú er togarinn kominn á ný í slipp til sandblásturs, galvaríseringar og málunar. 

Fjölgun grásleppuveiðidaga mótmælt

Landssamband smábáta hefur mótmælt harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að fjölga veiðidögum á grásleppu um tíu eða úr 36 í 46. Sambandið hafði áður lagst gegn því að veiðidögum yrði fjölgað.  

Flexicut frá Marel í fyrsta sinn í skip

Marel hefur gert samning við Vísi hf. Um áframhaldandi samstarf og viðskipti og við Samherja og Parlevliet van der Plas um kaup á Flexicut vatnskurðarvélum. Skrifað var undir samningana á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku.

Hvalafælur prófaðar

Spendýrafælan er lítið hylki sem fest er við flottein netsins. Hylkið gefur frá sér hvellt hljóðmerki á tíðni sem mannseyrað nemur ekki. Hljóðið á að líkja eftir hljóðum smáhvala sem þeir gefa frá sér til að láta aðra hvali vita að hætta steðji að. 

Skaginn 3X selur verksmiðju í hollenskt skip

Skaginn 3X hefur komist að samkomulagi  um smíði á uppsjávarverksmiðju um borð í hollenskt verksmiðjuskip. Um er að frekari þróun á þeim búnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað og selt til nokkurra staða í landvinnslur á undanförnum árum, síðast til Eskju á Eskifirði en sú verksmiðja var tekin í notkun síðla síðasta árs. 

Afli í uppsjávarfiski gæti aukist um 44% milli ára

Uppsjávarflotinn hefur úr miklu meiri aflaheimildum að spila á þessu ári en í fyrra, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Góður afli á öllum svæðum

Netralli Hafrannsóknastofnunar lauk fyrir páska og aflinn var góður á öllum svæðum eins og við var að búast á þessum tíma, að því er Valur Bogason, verkefnastjóri rallsins, í samtali við Fiskifréttir.

Aflaverðmæti í janúar var 1,9 milljarðar króna

Í janúar 2017 var aflaverðmæti íslenskra skipa 1,9 milljarðar króna, sem er 81% minna en í janúar 2016 og setur verkfall sjómanna þar strik í reikninginn. Engum uppsjávarafla var landað í janúar og verðmæti botnfiskafla, flatfiska og skeldýra var verulega mikið minna en í janúar í fyrra. Enginn afli var sjófrystur eða fluttur út í gámum í janúar, samkvæmt bráðabirgðatölum.

Beitir á landleið með fullfermi af kolmunna

Beitir NK fyllti sig á kolmunnamiðunum í færeysku lögsögunni sl. nótt og er væntanlegur til Neskaupstaðar með um 3.000 tonna afla um miðjan dag á morgun, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Knarr Maritime ýtt úr vör

None
Page 30 of 35« First...1020«2829303132 » ...Last »