Flokkur: Fiskifréttir

Nýr samningur um Norður-Íshafið

Samkomulagið varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi og náðist á fundi sem haldinn var í Washington, dagana 28. – 30. nóvember. 

Áhrif plasts á umhverfið er stórslys

„Ef ég á að lýsa því með einu orði hvaða áhrif umbúðir hafa á umhverfið þá er það „stórslys“. Þetta voru umbúðalaus upphafsorð Peter Whittle, framkvæmdastjóra umbúðafyrirtækisins Tri-pack Plastics, í málstofu um umbúðir og áhrif þeirra á umhverfið á Sjávarútvegsráðstefnunni.

Íslandsmet sett í lengingu

Breytingum er lokið á Stormi HF í skipasmíðastöð í Gdansk í Póllandi. Verkefnið er á allan hátt merkilegt. Fyrir það fyrsta var sett met í lengingu íslensks skips og í annan stað verður skipið rafknúið og með pláss í lest fyrir allt að 400 tonn af frystum afurðum.

Reglur um hvíldartíma sjómanna þverbrotnar

Reglur um hvíldartíma sjómanna eru þverbrotnar, er mat sjómannaforystunnar. Sérstök könnun verður gerð snemma á nýju ári. Einstök fyrirtæki hafa af sjálfsdáðum gert slíkar kannanir og fjölgað á skipum sínum þegar sannaðist að álag var of mikið. Brot á lögum og reglum um hvíldartíma fara ekki lágt heldur eru þau innbyggð í vaktafyrirkomulagið.

Framleiðni vinnuafls eykst með tækniþróun

Framleiðni vinnuafls í sjávarútvegi hefur aukist mikið undanfarin ár. Á milli áranna 2005 og 2008 jókst sem dæmi framleiðsluvirði á hvert starf um 17 milljónir króna eða um 61%. Jókst framleiðsluvirði greinarinnar um 19% á þessum tíma á meðan starfsfólki fækkaði um 26,5%.

Mest flutt út af frystu

 Mest var flutt út af frystum afurðum árið 2016 líkt og síðastliðin 16 ár en 270.000 tonn af frystum afurðum voru flutt út á árinu, sem nemur 46,5% af heildarútflutningi sjávarafurða.

Kristján Þór verður sjávarútvegsráðherra

Kristján Þór Júlíusson verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, og tekur þar með við af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Veiðigjöld verði afkomutengd

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er boðuð endurskoðun laga um veiðigjöld og jafnframt er talað um mikilvægi þess að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir. Þá er rætt um að byggja þurfi upp fiskeldi með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna og í framhaldinu þurfi að ræða framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir leyfisveitingar í fiskeldi.

HB Grandi kaupir þriðjungshlut í fiskþurrkun

HB Grandi mun ganga til samninga við eigendur Háteigs, fiskþurrkunar, um kaup á þriðjungs hlut í félaginu fyrir 450 milljónir króna.

Stærstu útgerðarfélögin reisa kollagenverksmiðju

HB Grandi leggur fram 140 milljónir króna sem hlutafjárframlag í byggingu nýrrar verksmiðju sem mun framleiða kollagen úr þorskroði. Með þessu mun HB Grandi standa við viljayfirlýsingu sem send var 19. janúar á þessu ári. 
Page 32 of 83« First...1020«3031323334 » 405060...Last »