Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er boðuð endurskoðun laga um veiðigjöld og jafnframt er talað um mikilvægi þess að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir. Þá er rætt um að byggja þurfi upp fiskeldi með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna og í framhaldinu þurfi að ræða framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir leyfisveitingar í fiskeldi.