Flokkur: Fiskifréttir

Grásleppuveiðar ganga vel

„Fréttir berast frá Grænlandi að þar hafi komið bakslag í veiðarnar.  Veiðar í maí hafi gengið illa og því allt útlit fyrir minni heildarafla en gert var ráð fyrir.“

Flak dráttarbáts fundið eftir 74 ár á hafsbotni

Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa. Íslenskum aðstandendum eins skipverjans hefur verið tilkynnt um fundinn og breska sendiráðinu gert viðvart.

Kolmunnaveiði við Færeyjar með misjöfnu móti

Á kolmunnamiðunum í færeysku lögsögunni er blíðuveður þessa dagana en aflinn er hins vegar misjafn. Sturla Þórðarson skipstjóri á Beiti NK segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að ágætur afli hafi fengist í gær en í dag sé lítið að hafa.

Fiskaflinn í apríl 30 prósent meiri en í fyrra

Í apríl veiddu íslensk skip 146.742 tonn af fiski, sem er 17 prósentm meira en veiðin var sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Tryggja þarf öryggi allra íslenskra hafna

„Það er engin tilviljun að máltækið að falla á milli skips og bryggju sé rótfast í íslenskri tungu,“ segir Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands enda slysasaga tengd höfnum landsins kunn. Mikill árangur hefur þó náðst í að auka öryggi hafnanna eins og um borð í skipum landsmanna.

Súrnun hafsins örust hér

Heimshöfin hafa tekið við 30 prósentum af koldíoxíðlosuninni, sem hefur aukist um 40 prósent frá því fyrir iðnbyltingu. Það veldur súrnun þeirra.

Nokkrar forvitnilegar staðreyndir um hafið

Hann segir tiltölulega einfalt að reikna út vatnsmagnið og þyngdina. Hafið dekki um það bil 71 prósent af yfirborði jarðar og er að meðaltali 3,8 kílómetrar að dýpt. Þannig að til að reikna út rúmmálið þarf bara að taka flatarmál jarðar og margfalda með 0,71 og síðan margfalda útkomuna aftur með 3,8.

Fiskur kældur með hraði niður fyrir 0 gráður

KAPP ehf. er dæmi um eitt af þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem vaxa upp og dafna í kringum sjávarútveginn. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og var fyrstu árin rekið sem heildsala en árið 2012 breyttist reksturinn í framleiðslu-, viðgerðar- og þjónustufyrirtæki. OPTIME_ICE vélar fyrirtækisins kæla fisk hratt niður fyrir 0 gráður með ísþykkni.

50.424 einstaklingar vilja Faxaflóa griðarsvæði hvala

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók í dag við undirskriftum 50.424 einstaklinga sem krefjast þess að Faxaflói verði lýstur griðarsvæði hvala. Fulltrúar frá IFAW (International Fund for Animal Welfare), Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar afhentu ráðherra undirskriftirnar.

Veður óhagstætt á kolmunnamiðunum

Nú er bræla á kolmunnamiðunum í færeysku lögsögunni og veður hefur reyndar verið óhagstætt til veiða síðustu dagana, segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Page 4 of 98« First...«23456 » 102030...Last »