Flokkur: Fiskifréttir

Kynna nútímalegri útfærslu á færavindunni

Kristján Björn Garðarsson hjá Slippnum DNG segir fréttamanni frá nýrri útgáfu af færavindu fyrirtækisins sem ber heitið C7000i. Að sögn Kristján er vindan talsvert nútímalegri en þær eldri. 

Undirkælingin breytir iðnaðinum

Jón Birgir Gunnarsson, markaðs- og sölustjóri Skagans 3X, kveðst gífurlega spenntur yfir undirkælingu Skagans 3X. Hann segir fréttamanni Fiskifrétta frá Knarr Maritime. 

Seldu átta tæki á sýningunni í fyrra

Pjetur N. Pjetursson, framkvæmdastjóri PON, segir að fyrirtækið hafi selt átta vélar síðast þegar Íslenska sjávarútvegssýningin var haldin. Framkvæmdastjórinn tekur fram að það sé ótrúlega gaman að hitta fólkið sem að hann er alltaf að tala við í símann. 

Stærsta verkefnið hreinsun á fráveituvatni

Árni Dan Einarsson, framkvæmdastjóri Varma og Vélaverks, býður í heimsókn í bás fyrirtækisins á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Hann segir að eitt stærsta verkefni fyrirtækisins um þessar mundir gagnvart útgerðinni sé hreinsun á fráveituvatni og fiskiðjuverum. 

Arftaki fimmtán ára kerfis

Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi, segir fréttamanni Fiskifrétta frá nýju brúarkerfi sem kynnt er á sjávarútvegssýningunni 2017. Nýja kerfið er arftaki kerfis sem að fyrirtækið hefur verið með í um það bil fimmtán ár. 

Mannleg samskipti skipta máli

Valbjörn Höskuldsson hjá N1 segir félagið bjóða upp á heildarlausn fyrir sjávarútveginn, „frá sápustykki og upp í smurolíu,“  að sögn Valbjarnar. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir mannleg samskipti. 

Svarið við harðnandi samkeppni er aukin þekking, nýsköpun og þróun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í dag Íslensku sjávarútvegssýninguna 2017, ásamt Ármanni Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs. 

Kælikeðjan rofnar aldrei

Freyr Friðriksson, eigandi Kapp ehf., segir fréttamanni Fiskifrétta frá helstu áherslum fyrirtækisins á Sjávarútvegssýningunni í ár. Kælikeðjan úr þeim vélum sem fyrirtækið hannar rofnar aldrei, frá því að fiskurinn kemur um borð í skipið þar til að hann fer í vinnslu.

Fiskeldi í mikilli sókn

Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar TM, segir að laxeldi sé í mikilli sókn. TM hefur meðal annars tekið forystu á því sviði. TM hefur þjónustað sjávarútveginn í fjöldamörg ár.

Eins og setja saman LEGO kubba

Pétur Blöndal er framkvæmdastjóri Iðnvers. Fréttamaður ræðir við hann um aðkomu fyrirtækisins að Sjávarútvegssýningunni 2017, sem hefst á morgun. Fyrirtækið smíðar meðal annars færibandaefni, þ.e. efnið sem fer í færiböndin. Það kemur til fyrirtækisins í stykkjum og þau saga það niður og setja saman í ýmsum stærðum og gerðum. Pétur segir að það megi líkja þessu við að setja saman LEGO kubba. 
Page 4 of 35« First...«23456 » 102030...Last »