Flokkur: Fiskifréttir

Hvers virði er starfsemi Matís?

Flestum er ljóst að ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Nú þegar miklar tæknilegar umbyltingar eiga sér stað í allri framleiðslukeðju matvæla þá sér ekki fyrir endann á þessum framförum. Á síðastliðnum 30 árum hefur íslenskur sjávarútvegur minnkað áherslu á veitt magn og aukið áherslu á gæði sem skilar meiru fyrir hvert kg af afla en áður. Grunninn að slíkri verðmætaaukningu er að finna í bættri nýtingu afla. Og til þess að geta nýtt afla betur er mikilvægt að þekkja alla virðiskeðjuna og bæta meðferð á öllum stigum keðjunnar. Þarna koma rannsóknir að.

Hvers virði er starfsemi Matís?

Flestum er ljóst að ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Nú þegar miklar tæknilegar umbyltingar eiga sér stað í allri framleiðslukeðju matvæla þá sér ekki fyrir endann á þessum framförum. Á síðastliðnum 30 árum hefur íslenskur sjávarútvegur minnkað áherslu á veitt magn og aukið áherslu á gæði sem skilar meiru fyrir hvert kg af afla en áður. Grunninn að slíkri verðmætaaukningu er að finna í bættri nýtingu afla. Og til þess að geta nýtt afla betur er mikilvægt að þekkja alla virðiskeðjuna og bæta meðferð á öllum stigum keðjunnar. Þarna koma rannsóknir að.

Týr umhverfisvænni eftir yfirhalningu

Varðskipið Týr hefur fengið hressilega andlitslyftingu en skipið er nýkomið úr slipp, en frá þessu segir á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Örfirisey RE dregið til Noregs

Það óhapp varð í rússnesku lögsögunni í Barentshafi í nótt að bilun varð á skrúfubúnaði frystitogarans Örfiriseyjar RE - skipi HB Granda. Skipið getur ekki siglt fyrir eigin vélarafli og því verður það dregið til Noregs.

Kolmunnaveiðin heldur treg

Bjarni Ólafsson AK, skip Síldarvinnslunnar, kom síðastliðna nótt með um 930 tonn af kolmunna til heimahafnar í Neskaupstað og síðdegis kom Börkur NK með rúmlega 1.100 tonn af síld.

Sigurbjörg seld til Noregs

Sjávarútvegsfyrirtækið Rammi hf. í Fjallabyggð hefur selt frystitogarann Sigurbjörgu ÓF -1 til norska fyrirtækisins Nordnes AS. Þetta staðfestir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en söluverð skipsins er ekki gefið upp.

Fátítt að tilkynnt sé um töpuð veiðarfæri

Ekkert bendir til annars en að rusl – og þá ekki síst plast – verði miklu meira vandamál í hafinu í náinni framtíð en það er í dag. Reiknað er með því að framleiðsla plastefna eigi innan fárra ára eftir að fjórfaldast frá því sem nú er. Að óbreyttu felast í þessu alvarlegar fréttir – því mengun í hafi er þegar orðið eitt stærsta viðfangsefni nútímans í umhverfislegu tilliti. Veiðarfæri eru hluti af vandamálinu, enda mikið til gerð úr plastefnum.

Vilja rannsókn á fiskverðinu

Margir félagsmenn í Landssambandi smábátaeigenda hafa, að sögn Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra, mikinn hug á að vísa þróun fiskverðs undanfarin misseri til samkeppniseftirlitsins.

Risaskref í áttina að eldi á geldlaxi

Nofima – rannsóknastofnun norska matvælaiðnaðarins – hefur kynnt mikilvægt skref í áttina til þess að mögulegt sé að ala geldan lax. Með viðamiklum rannsóknum  á sebrafiski hefur tekist að skilgreina hvaða gen stýra myndun kynkirtla í fiski.  Með því að hindra myndun ákveðinna boðefna (próteina) hefur tekist að framleiða fisk sem ekki myndar kynkirtla og verður þar af leiðandi ekki kynþroska.

Réttindalaus með allt of marga farþega

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á ellefta tímanum í gærkvöld ábending um að farþegabátur væri á sjó nærri Reykjavík með útrunnið haffærisskírteini og of marga farþega um borð miðað við áður útgefið farþegaleyfi. Varðskipið Þór var í grenndinni og óskaði stjórnstöðin eftir því að það kannaði málið. Um leið var lögreglu gert viðvart og hún beðin um að taka á móti bátnum þegar hann kæmi til hafnar.