Flokkur: Fiskifréttir

Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson hf.

Samkomulag hefur verið gert um kaup Fisk Seafood ehf., sem er m.a  með starfsemi  í Grundarfirði og á Sauðárkróki um kaup á öllum hlutabréfum í Soffaníasi Cecilssyni hf., sem er með starfsemi í Grundarfirði. Samkomulagið er með fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Hallandi skurðurinn skilar betri nýtingu

Hátæknifyrirtækið Valka var stofnað árið 2003. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að auka verðmæti í fiskvinnslu með meiri sjálfvirkni, bættri nýtingu og hráefnismeðhöndlun. 

Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki

Gúmmísteypa Þ. Lárusson er rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Nýverið tók Berglind Steinunnardóttir við föður sínum, Þorsteini Lárussyni, sem framkvæmdastjóri Gúmmísteypunnar. Hægt er að horfa á spjallið við þau feðgin hér.

Stór viðskiptavinur í Tasmaníu

Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs hugbúnaðarfyrirtækisins Wise er tekinn tali af sjónvarpi Fiskifrétta og segir meðal annars frá samtarfi Wise við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Ástralíu, Tassal í Tasmaníu, sem er leiðandi í laxeldi.

Óttast um stofn villts varafisk

Laxeldisstöðvar í Skotlandi eru undir ámæli frá fiskimönnum og umhverfissinnum sem saka þá um að veiða villtan varafisk í sjónum í stórum stíl og sleppa honum í kvíar til að hreinsa lús af eldislaxi.

Nýtt hreinsivirki og bryggja á Fáskrúðsfirði

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir að þurrefnisagnirnar sem myndist við flökunina hafi fram að þessu farið að hluta í sjó. Með hreinsivirkinu verði hægt að fanga þær og sömuleiðis fitu sem fellur til við vinnsluna.

Tegundir færa sig norðar

Bretar þurfa að búa sig undir miklar breytingar í lífríki sjávar vegna hækkandi sjávarhita og aðflutning nýrra tegunda sem geta haft  skaðleg áhrif á lífríkið en einnig aðrar sem geta nýst til manneldis. Þá neyðist tegundir eins og ýsa og þorskur til að leita á norðlægari slóðir vegna hækkandi sjávarhita og veiðist nú í auknum mæli í kringum Ísland. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð var af breskum vísindamönnum.

Komnir með tæp 200 tonn – mest grálúðu

„Við vorum að leggja að bryggju og þá er maður alltaf kátur,“ segir Margeir Jóhannesson, skipstjóri á Þórsnesi SH 109 frá Stykkishólmi. Skipið kom til Stykkishólms um miðjan júní og leysti þá af hólmi eldra Þórsnes. Margeir segir mikil og góð viðbrigði að vera á nýja skipinu.

Verður einstök á heimsvísu

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., segir að ný landvinnsla fyrirtækisins á Dalvík verði einstök á heimsvísu.
Page 5 of 35« First...«34567 » 102030...Last »