Flokkur: Fiskifréttir

Komið verði í veg fyrir beinar veiðar

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur undir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar til stjórnvalda um að leitað verði leiða til að koma í veg fyrir beinar veiðar á landsel, að meðafli þeirra við fiskveiðar verði lágmarkaður, að veiðistjórnunarkerfi verði innleitt fyrir selveiðar við Ísland og að skráningar á öllum selveiðum verði lögbundnar.

Strandveiðar fara rólega af stað

Töluvert færri bátar eru byrjaðir á strandveiðum en á sama tíma í fyrra. Fjölgun er einungis á D-svæðinu þar sem 69 bátar voru búnir að landa í gær, en á sama tíma í fyrra hafði 41 bátur landað afla eftir þriggja daga veiðar.

Fyrsta skóflustungan að nýrri netagerð

Fyrsta skóflustunga að nýrri netagerð Fjarðanets hf. í Neskaupstað var tekin í upphafi vikunnar. Netagerðin mun rísa á landfyllingu sem gerð hefur verið austan við fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. 

Fyrirkomulagi krabbaveiða breytt

Reglugerðin er opin í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem hægt er að senda inn umsagnir til 25. maí. Reiknað er með að nýtt fyrirkomulag taki gildi 1. september næstkomandi.

Átök við annan menningarheim

„Traust er gott en eftirlit er betra,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og vísar þar til fleygra ummæla Vladimirs Leníns, fyrsta leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Tilefnið er samskiptasaga Vinnslustöðvarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar og Huanghai skipasmíðastöðvarinnar í Kína - samskiptasaga sem Sigurgeir Brynjar, Binni, segir vera táknmynd áreksturs tveggja gerólíkra menningarheima.

Þorskurinn helmingur aflaverðmætis í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa úr sjó nam 9,3 milljörðum króna í janúar.

Kolmunnavinnsla hafin á Akranesi

Vinnsla á kolmunna er nú hafin hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi eftir að Víkingur AK landaði þar um 2.600 tonnum um síðustu helgi.

Mathöll opnar á sjómannadaginn

Opnunarhelgi Granda Mathallar – í Húsi sjávarklasans - verður samhliða Hátíð hafsins á sjómannadaginn 1. júní.

Togarinn Brimnes seldur til Rússlands

Guðmundur Kristjánsson í Brimi hefur staðfest að frystitogarinn Brimnes verði seldur til Rússlands. RÚV skýrði frá þessu í fjögurfréttum útvarps.

Kínversk stjórnvöld að gefa grænt ljós

Þetta kemur fram í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis sem var lögð fram nýlega. Málið hverfist um fríverslunarsamning Íslands og Kína sem skapar grundvöll fyrir viðskipti landanna. En þar sem meiri hluti útflutnings frá Íslandi eru sjávarafurðir, en heilbrigðiseftirlit er ekki samræmt, hefur þurft að fara í umfangsmikla vinnu við að fá viðurkenningu kínverskra stjórnvalda á íslenskum vottunum. Segir í skýrslu ráðherra að sendiráð Íslands í Kína hafi haft milligöngu um samskipti stofnana og aðstoðað við skipulagningu fjögurra sendinefnda frá Kína til Íslands. Í undirbúningi er kynning á íslenskum matvælum þar í landi í samstarfi við hótelkeðjur og innflytjendur þegar viðurkenningin er í höfn.
Page 5 of 98« First...«34567 » 102030...Last »