Flokkur: Fiskifréttir

Mokveiði á kolmunna í íslenskri lögsögu

Börkur NK landaði í gær 2.200 tonnum af kolmunna í Neskaupstað, en frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.  Skipið var 8 daga í veiðiferðinni og fór víða en megnið af aflanum fékkst í íslenskri lögsögu. 

Tók þátt í að kortleggja búsvæði á hafsbotninum

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson hélt í síðustu viku í nokkurra daga rannsóknarleiðangur til að kanna hafsbotninn vestur af landinu. Um borð var franskur sjóhersnemi, Marie Gaudet, sem er að læra hafmælingar við ENSTA-háskólann í Brest á Bretaníuskaga í Frakklandi.

Páll Pálsson ÍS nú Sindri VE

Páll Pálsson ÍS orðinn VSV-togarinn Sindri VE

Nígeríumarkaður að taka við sér

Markaðurinn fyrir þurrkaðar fiskvörur hefur sýnt ýmis batamerki undanfarið eftir áfallið á síðasta ári, þegar verðhrun á olíu setti verulegt strik í reikninginn. Þetta gerir það að verkum að íslenska fyrirtækið Ice Group, sem selt hefur herta fiskhausa til Nígeríu í stórum stíl, horfir nú björtum augum til framtíðar.

Makríllinn dreifður og vandveiddur

,,Það er frekar erfitt ástand á makrílnum. Hann virðist vera mjög dreifður og það er erfitt að hitta á hann. Veiðin dregur dám af því og hefur verið frekar léleg,“ sagði Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, í viðtali við heimasíðu HB Granda. 

Breyta verklagi vegna óhapps

Fyrirtækið Arctic Fish hefur breytt verklagi sínu í nýrri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Tálknafirði eftir að plast úr lífhreinsitönkum fauk frá stöðinni og barst í töluverðu magni á fjörur í botni fjarðarins. Hreinsun er hafin, en ganga þarf fjörur í nokkur skipti til að hreinsa upp plastið.

Hafró leggur til bann við laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði leyft eldi á frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra mikilla neikvæðra áhrifa á laxastofna í Djúpinu. Af sömu ástæðum er lagt til að eldi verði ekki aukið í Berufirði og lagst gegn eldi í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá.

78 af 92 starfsmönnum HB Granda komnir með vinnu

HB Grandi býður í dag 57 starfsmönnum sínum starf á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins, eða dótturfélögum, en í bolfiskvinnslunni á Akranesi. Starfsfólki HB Granda á Akranesi sem sagt var upp störfum í tengslum við breytingar á bolfiskvinnslu félagsins var gefinn kostur á að sækja um áframhaldandi vinnu á öðrum starfstöðvum á Akranesi og í Reykjavík, en frestur til þess rann út um mánaðarmótin.

Meiri afli allur kolmunna að þakka

 Fiskafli íslenskra skipa í júní var rúmlega 53 þúsund tonn sem er 27% meira en heildaraflinn í júní 2016.

Álagning veiðigjalds – ríflega 100% hækkun

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár. Miðað við áætlað aflamark, verður gjaldið um það bil 10,5 til 11,0 milljarðar króna, sem er hækkun um 6 milljarða frá yfirstandandi fiskveiðiári. Hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemur 107%, ýsu 127% og makríls 18%.
Page 60 of 80« First...304050«5859606162 » 7080...Last »