Flokkur: Fiskifréttir

Reisa hátækniverksmiðju fyrir Rússa

Íslensku tæknifyrirtækin Skaginn 3X ásamt Frost og Rafeyri hafa undir hatti Knarr Maritime undirritað samning við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Gidrostroy um uppsetningu fullkominnar uppsjávarverksmiðju á Kuril eyjum á austurströnd Rússlands.

Skýr skilaboð Íslands?

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutti merkilegt erindi hjá Harvard-háskóla í Boston á föstudaginn var, 26. janúar. Forsetinn sagði að bent hefði verið á að um miðja þessa öld yrði meira plast í hafinu en fiskar, en sem kunnugt er borðum við ekki plast. Forsetinn greindi jafnframt frá því að innan skamms myndi hann sækja World Ocean Summit (Leiðtogafund um málefni heimshafanna sem haldinn verður í Mexikó í byrjun mars á vegum breska tímaritsins Economist). Hann sagði  að „skilaboð Íslands yrðu skýr, við verðum að vernda hafið, við verðum að halda hafinu hreinu“. Hann sagðist jafnframt vona að fulltrúar landsins næðu að vekja athygli á alþjóðavettvangi í ljósi þess að þeir viti hvað um sé að ræða; að við sem erum háð auðlindum hafsins og hreinleika þess vitum hversu mikla þýðingu hafið hefur fyrir framtíð Íslands og annarra ríkja.

Loðnuvertíð hafin í Eyjum

Skipið Ísleifur VE-63 kom með fyrsta loðnufarminn til Vestmannaeyja á vertíðinni, 250 tonn af fínum og átulausum fiski sem veiddist út af Hornafirði í gær.

Ágætis fiskerí þrátt fyrir brælur

„Við vorum fyrir norðan á Rifsbankanum og það var kolvitlaust veður. Það var á mörkunum að hægt væri að vera að. Hins vegar var nægan fisk að fá og þetta var fínn fiskur. Túrinn tók þrjá sólarhringa höfn í höfn og við vorum einungis tvo sólarhringa á veiðum. Það er búin að vera rysjótt tíð frá áramótum en það hefur fiskast þokkalega engu að síður. Janúaraflinn hjá okkur var um 480 tonn og það er allt í lagi. Lægðirnar halda áfram að koma og við ætluðum út í gærkvöldi en brottför var frestað til dagsins í dag vegna veðurs. Tíðarfarið hlýtur að fara að skána,“ segir Þórhallur.

Rauðlaxinn sleppur með skrekkinn

Rauðlaxaveiðar hafa undanfarna hálfa öld verið í öðru sæti yfir arðsömustu veiðar Bandaríkjanna. Áformin um námuvinnslu á þessum slóðum hefðu stefnt þessum veiðum í hættu.

Framleiðslan yfir 20 þúsund tonn

Árið 2017 voru framleidd meira en ellefu þúsund tonn af eldislaxi, nærri 4.500 tonn af bleikju og ríflega 4.600 tonn af regnbogasilungi. Breyting á löggjöf er í bígerð.

Heimsaflinn minnkar

Frá árinu 1996 hefur heimsaflinn að meðaltali minnkað um 1,6 milljónir tonna á ári. Það ár hafi heildaraflinn verið nærri 130 milljón tonn en sé nú kominn niður undir 110 milljónir tonna.

Sáu gríðarlega mikið af loðnu út af Suðausturlandinu

Það er afar rólegt yfir loðnuveiðinni. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir frá því að um helgina lönduðu fjögur norsk skip um 2.000 tonnum í Neskaupstað en fjöldi norskra skipa liggur inni á Austfjarðahöfnum og bíður þess að hefja veiðar. Í gær – sunnudag - voru Norðmennirnir að kasta grunnt norður af Sléttu en árangurinn reyndist misjafn. Norsku skipin eru búin að tilkynna 19.000 tonna afla það sem af er vertíð og eiga þá eftir að veiða um 44.000 tonn.

Mun færri fiskiskip til hafnar

Faxaflóahafnir sf. hafa tekið saman yfirlit um skipakomur ársins 2017; tegundir skipa sem til hafnar komu og stærð þeirra. Á árinu 2017 komu samtals 1.516 skip og ef litið er til ársins 2016 þá er aukning um samtals 14 skip á milli ára.

Örfirisey vélarvana og verður dregið til hafnar í Noregi

Bilun varð í aðalvél frystitogarans Örfiriseyjar RE í gærkvöldi er skipið var að veiðum í norsku lögsögunni í Barentshafi. Vegna bilunarinnar er skipið vélarvana og hefur verið samið við norsku strandgæsluna um að það verði dregið til hafnar í Tromsö í Norður-Noregi.
Page 7 of 80« First...«56789 » 102030...Last »