Flokkur: Fiskifréttir

Konur í sjávarútvegi verðlaunaðar

Félagið Konur í sjávarútvegi (KIS) hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins sem veitt voru á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í síðustu viku. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða félagasamtökum sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta og efla íslenskan sjávarútveg.

Styrkir úr Rannnsóknasjóði síldarútvegsins

Rannsóknasjóður síldarútvegsins styrkir á hverju ári fjölda mikilvægra verkefna á sviði náms- og kynningarefnis fyrir sjávarútveginn en sjóðurinn er á forræði Félags síldarútgerða. Verkefni sem hlutu styrk úr sjóðnum í ár voru kynnt á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi:

Þokkalegasta kolmunnaveiði síðustu dagana

Að undanförnu hefur verið heldur tregt í kolmunnanum, en síðustu daga hefur þó verið þokkalegasta veiði, að því er fram, kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Önnur stærsta löndunarhöfn á þorski

Á síðasta ári var landað um 22.110 tonnum af þorski á Siglufirði og er Siglufjörður önnur hæsta löndunarhöfnin á þorski þrátt fyrir að lítið sé unnið af þorski á staðnum. Siglufjörður kemur næst á eftir Reykjavík, þar sem 22.163 tonn af þorski komu á land árið 2016, og munar ekki miklu á tveimur efstu höfnunum. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Krefjast milljarðs í tryggingafé

Rússnesk stjórnvöld segjast ekki munu sleppa norska rækjutogaranum Remöy nema útgerðin greiði 90 milljóna NOK í tryggingafé. Það er tæplega jafnvirði 1,1 milljarðs íslenskra króna.

Sólbergið komið til landsins

Sólberg ÓF 1 er komið til landsins eftir siglingu frá Tyrklandi þar sem það var smíðað. Á myndinni sést það í Ólafsfirði núna í morgun en svo er það væntanlegt til Siglufjarðar á eftir. 

Þokkalegasta nudd á Vestfjarðamiðum

Þrír af fjórum ísfisktogurum HB Granda eru nú að veiðum á Vestfjarðamiðum eftir að hafa haldið sig á suðvesturmiðum undanfarna mánuði. Ásbjörn RE og Helga María AK eru á Halanum en Sturlaugur H. Böðvarsson AK var að veiðum í Víkurálnum er tal náðist af skipstjóranum, Magnúsi Kristjánssyni.

Aurora Seafood hlaut 192 milljóna ESB-styrk

Aurora Seafood ehf er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi sem hlaut í dag styrk að upphæð 1,7 milljónir evra úr H2020 áætlun Evrópusambandsins sem nefnist SME Instrument. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi hlýtur svo háan styrk en honum verður varið til að þróa og tæknivæða veiðar og vinnslu á sæbjúgum. Styrkurinn er einnig mikilvægt skref í þá átt að hefja vistvænar veiðar á sæbjúgum víðsvegar um Evrópu. Davíð Freyr Jónsson framkvæmdastjóri Aurora Seafood segir að félagið hafi lagt áherslu á þróa frekar veiðar og vinnslu á sæbjúgum, en Íslendingar eru eina þjóðin í Evrópu um sinn sem stundar nýtingu á sæbjúgum af krafti.

Slök smokkfiskveiði við Falklandseyjar

Smokkfiskveiðar við Falklandseyjar hafa verið með lakara móti í ár miðað við hefðbundinn afla. Vertíðin stendur frá miðjum mars og fram í miðjan júní og hafa 62.000 tonn af Illex smokkfiski veiðst fram að þessu. Þetta er reyndar skömminni til skárra en í fyrra þegar aflinn hrundi gjörsamlega og aðeins veiddust um 2.000 tonn. 

Keilusnakkið varð hlutskarpast

Fyrsta árs nemum er raðað í hópa, þvert á deildir, sem fást svo við eigin nýsköpunarhugmyndir í þrjár vikur og reyna að koma þeim sem lengst. Að vanda komu margar frábærar hugmyndir fram í ár en hugmynd frá hóp sem stundar nám í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum, varð hlutskörpust.
Page 70 of 80« First...405060«6869707172 » ...Last »