Flokkur: Fiskifréttir

20 falda opinber framlög

Opinber framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands nema um 600 milljónum króna á ári en 30 stærstu fyrirtækin á sviði nýsköpunar sem hafa orðið til í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð velta að jafnaði á hverju ári um 10 milljörðum króna. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir mikla grósku í nýsköpun í tengslum við sjávarútveginn.

Enn og aftur bilun í Örfirisey RE

Frystitogarinn Örfirisey RE er nú í höfn í Hammerfest í Norður-Noregi en þangað kom togarinn um helgina eftir að vart varð við enn eina bilunina í vélbúnaði skipsins. Sá frystitogarinn Kleifaberg ÓF um að draga Örfirisey til hafnar, að því er fram kemur í frétt HB Granda.

Veður hamlar loðnuveiðum

„Þessi veiðiferð gekk vel hjá okkur. Við fengum góð köst og settum meðal annars met í afköstum við frystinguna um borð. Fórum yfir 200 tonn á sólarhring í fyrsta sinn. Síðan krussuðum við fjörurnar í samstarfi við Hafró og mældum loðnuna. Það er ljóst að þarna er mikið af loðnu á ferðinni og hún gengur mjög grunnt með ströndinni. Hún er alveg upp í broti. Það var mest að sjá í kringum Ingólfshöfðann en við fórum alveg vestur að Alviðru þar sem skipin hafa verið að veiða núna. Þetta voru aðallega tvær lengjur sem hvor um sig var um 20 mílur og alls staðar var mikið líf, fuglar og hvalir. Austast sáum við lóðningar innan við Hrollaugseyjar. Fyrir utan þetta hafa skip séð loðnu dýpra og bæði Börkur og Bjarni Ólafsson urðu varir við loðnu á siglingu austur af miðunum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið fyrir norðan þar sem norski flotinn hefur verið að veiðum og vonandi hjálpa mælingar okkar við suðurströndina fiskifræðingunum að fá sæmilega heildarmynd af loðnugöngunum. Hann spáir illa næstu daga ekki síst fyrir sunnan landið þannig að ég er alvarlega að velta fyrir mér að halda til veiða norður fyrir land að löndun lokinni,“ sagði Geir.

Einum smáþorski kastað í sjóinn

Skipstjórinn á krókaaflamarksbátnum Lukku ÓF-57, sem stundaði línuveiðar frá Siglufirði, var snemma síðasta árs staðinn að því að kasta einum smáþorski í sjóinn.

Ísland sem forystuland í sjávarútvegi

Fjögur fyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans hlutu um miðjan janúar viðurkenningu fyrir að hafa skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Navis hlaut viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris fyrir að efla samstarf við ýmis fyrirtæki innan klasans um þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum.  Iceland Sustainable Fisheries fyrir að hafa komið á víðtæku samstarfi útgerða um vottun á sjávarafurðum. Þá hlýtur Knarr Maritime viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um heildstæðar skipalausnir fyrir alþjóðarmarkað.

Heildarafli Skagafjarðarhafna 21 þúsund tonn

Í þessum aflatölum munar mest um tvö skip, Málmey SK-1 og Klakk SK-5, sem bæði eru gerð út af FISK Seafood á Sauðárkróki.

Ekki verði tekið meira en 40.000 tonn

Hafrannsóknastofnunin hefur metið klóþangsstofninn í Breiðafirði út frá mælingum sem voru framkvæmdar árin 2016-2017. Ráðgjöf um aflamark hefur verið gefin út á grundvelli varúðarnálgunar og er miðað við að aflinn verði ekki meiri en 3% af heildarstofninum.

Skinney-Þinganes hyggst reyna fyrir sér í repjurækt

Jörðin Flatey á Mýrum við Hornafjörð er í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar-Þinganess. Þar er eitt allra stærsta fjós landsins með yfir 200 kúm, sem þarf að fóðra daglega.

Skinney-Þinganes hyggst reyna fyrir sér í repjurækt

Jörðin Flatey á Mýrum við Hornafjörð er í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar-Þinganess. Þar er eitt allra stærsta fjós landsins með yfir 200 kúm, sem þarf að fóðra daglega.

Tækifæri til að skapa sátt

Blómleg útgerð og iðandi mannlíf einkenndi sjávarþorpin umhverfis landið fyrir nokkrum áratugum. Þetta breyttist hratt eftir að kvótakerfið var tekið upp en Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, segir þó vart hægt að skella allri skuldinni á kvótakerfið.
Page 8 of 83« First...«678910 » 203040...Last »