Flokkur: Fiskifréttir

Janus í gömlu heimahöfninni

Í gær kom pólska uppsjávarveiðiskipið Janus til Neskaupstaðar með 1.350 tonn af kolmunna. Janus var áður í eigu Síldarvinnslunnar og bar þá lengst af nafnið Börkur og síðan Birtingur. Síldarvinnslan festi kaup á skipinu árið 1973 og gerði það út til ársins 2016 eða þangað til það var selt núverandi eiganda. Afli skipsins á þeim 43 árum sem það var í eigu Síldarvinnslunnar nam 1.546.235 tonnum og eru líkur á að ekkert íslenskt fiskiskip hafi borið jafn mikinn afla að landi.

„Þetta er allt að koma“

Venus NS kom til heimahafnar á Vopnafirði í gær með um 2.500 tonn af kolmunna. Aflinn fékkst í nokkrum holum í færeyskri lögsögu en kolmunninn hefur gengið af krafti norður með Skotlandi og inn í færeysku lögsöguna á undanförnum dögum.

Fyrsti kolmunnafarmurinn til Eyja

Ísleifur VE, skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í dag með fyrsta kolmunnafarminn sem tekið er á móti í Eyjum á þessu ári. Í skipinu voru um 2.000 tonn sem veiddust suður af Færeyjum.

Hæsta vísitala þorsks frá upphafi rallsins

Stofnvísitala þorsks hefur hækkað nær samfellt frá árinu 2007 og mældist nú sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985. Hækkun vísitölunnar má einkum rekja til aukins magns af stórum þorski og í ár var vísitala allra lengdarflokka stærri en 55 cm yfir meðaltali rannsóknatímabilsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum togararallsins. 

Háar stofnvísitölur þorsks, gullkarfa og löngu

Stofnvísitölur þorsks, gullkarfa og löngu mældust háar miðað við síðustu þrjá áratugi í togararalli Hafrannsóknastofnunar sem fram fór nýlega. Vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins, en vísitölur steinbíts eru lágar. 

Kolmunnavertíðin hafin af krafti

Kolmunnaveiðin í færeysku lögsögunni hófst almennt hjá íslensku skipunum um miðja síðustu viku. Kolmunninn var þá að byrja að skríða inn í lögsöguna en fyrstu dagana eftir að veiðar hófust var ekki mikið að sjá. Hægt og bítandi jókst þó það sem sást og að því kom að alvöru lóð voru sjáanleg. 

53% meiri afli í marsmánuði

Fiskafli íslenskra skipa í mars var rúmlega 201 þúsund tonn sem er 53% meira en heildaraflinn í mars 2016. Í tonnum talið munar mestu um aukinn uppsjávarafla en tæplega 132 þúsund tonn af loðnu veiddust í mars samanborið við 79 þúsund tonn í mars 2016.  Alls veiddust tæp 57 þúsund tonn af botnfiskafla sem er 14% aukning miðað við mars 2016. Þorskaflinn nam rúmum 34 þúsund tonnum sem er 21% meiri afli en í sama mánuði ári fyrr.

Einstakur bátur afhentur

T.A. Senior er fiskibátur í sérflokki. Hann er að flestu leyti eins og fullkomið fiskiskip varðandi búnað og aðstöðu en er í raun smábátur í flokki 15 metra báta í Noregi.

Fiskaði fyrir 40 milljarða

,,Ásbjörn sem Engey leysir af hólmi var smíðaður árið 1978 og vantar því eitt ár í fertugt. Ásbjörn hefur reynst afburðar vel og þrátt fyrir að vera með þeim minnstu í þessum hópi togara hefur hann iðulega verið meðal þeirra aflahæstu og reyndar ósjaldan eða 13 sinnum aflahæsti ísfisktogari landsmanna, síðast árið 2014. Ásbjörn hefur landað um 227 þúsund tonnum í 1.542 löndunum, aflaverðmætið gæti verið um 40 milljarðar króna að núvirði. Já, geri aðrir betur!“

Mikill munur á íshlutfalli við eftirlit

Fiskistofa birtir niðurstöður um eftirlit með endurvigtun á tímabilinu 1. janúar til 31. mars 2017. Tilgreind eru fyrirtæki og bátur annars vegar og meðaltal íshlutfalls í samanburði við mælingar eftirlitsmanna hins vegar. Fyrirtækjum er raðað þannig að efst á listanum eru fyrirtæki þar sem munurinn er mestur. 
Page 80 of 83« First...506070«7879808182 » ...Last »