„Það er ljóst að niðurstaðan úr mælingum Hafrannsóknarstofnunnar er okkur mikil vonbrigði,” segir Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs HB Granda, í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Bæði uppsjávarveiðiskip félagsins,Venus NS og Víkingur AK, hafa verið að loðnuveiðum með góðum árangri í janúar en þau hættu bæði á loðnu í síðustu viku vegna óvissu um framhaldið.