Flokkur: Fiskifréttir

Akurey í togi í illviðri úti fyrir Faxaflóa

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskips. Skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog.

Útiloka ekki frekari loðnugöngur

Hafrannsóknastofnun mun ekki skoða frekar loðnugönguna sem nú gengur austur fyrir land. Hins vegar verður hafsvæðið út af Vestfjörðum og Norðvesturlandi kannað eins fljótt og auðið er til að kanna hvort frekari loðnugöngur sýni sig. Útgerðarmenn lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðu mælingarinnar sem liggur fyrir.

Ný Vestmannaeyjaferja sigli nær alfarið fyrir rafmagni

Samgönguráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að semja við pólsku skipasmíðastöðina CRIST C.A. um að nýja Vestmannaeyjaferjan verði útbúinn með stærri rafgeymum og tengibúnaði þannig að unnt verði að hlaða skipið í landi og sigla þannig milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fyrir rafmagni eingöngu.

Minningarathöfn um sjóslysin í Djúpinu

Landhelgisgæslan segir á vef sínum frá því í dag að um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá sjóslysunum miklu sem urðu í Ísafjarðardjúpi í febrúarbyrjun. Þá fórust 26 sjómenn af tveimur breskum og íslenskum fiskibáti í geysilegu fárviðri. Sex skipverjar á Heiðrúnu II frá Bolungarvík voru á meðal þeirra sem fórust, auk nítján manna áhafnar togarans Ross Cleveland. Einn úr áhöfninni bjargaðist.

Telja meiri loðnuveiði mögulega

„Það er ljóst að niðurstaðan úr mælingum Hafrannsóknarstofnunnar er okkur mikil vonbrigði,” segir Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs HB Granda, í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Bæði uppsjávarveiðiskip félagsins,Venus NS og Víkingur AK, hafa verið að loðnuveiðum með góðum árangri í janúar en þau hættu bæði á loðnu í síðustu viku vegna óvissu um framhaldið.

Farsæll ferill á enda

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda aðfararnótt þriðjudags. Aflinn var um 90 tonn af karfa, þorski og ufsa. Þar með er farsælum ferli skipsins undir merkjum HB Granda lokið en nýsmíðin Akurey AK hefur leyst Sturlaug af hólmi.

Ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála erlendis kynnt

Utanríkisráðuneytið boðar til kynningarfundar og samtals um ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála í samstarfi við Alþjóðabankann þriðjudaginn 13. febrúar næstkomandi. Á fundinum verður fyrirhugaður stuðningur við fiskiverkefni Alþjóðabankans og möguleg aðkoma íslenskra aðila kynnt. Fundurinn hefst kl. 9 á Rauðarárstíg 25.

Ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála erlendis kynnt

Utanríkisráðuneytið boðar til kynningarfundar og samtals um ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála í samstarfi við Alþjóðabankann þriðjudaginn 13. febrúar næstkomandi. Á fundinum verður fyrirhugaður stuðningur við fiskiverkefni Alþjóðabankans og möguleg aðkoma íslenskra aðila kynnt. Fundurinn hefst kl. 9 á Rauðarárstíg 25.

Gluggi inn í greinina

Ásgeir Jónsson aðjúnkt segir fyrsta nemendahópnum hafa vegnað vel. Aðsókn hafi verið undir væntingum á öðru ári kennslunnar, en nú sé stefnt á að bæta við fjarkennslu á ensku

Nærri níutíu prósent veiðanna með MSC-vottun

Það sem af er árinu hafa bæði skötuselsveiðar og kolmunnaveiðar hér við land fengið MSC-vottun. Þar með eru 89 prósent allra fiskveiða hér við land komnar með slíka vottun.
Page 9 of 80« First...«7891011 » 203040...Last »