Flokkur: Fiskifréttir

Sandsílakvóti Dana sexfaldast milli ára

Það er létt brúnin á dönskum uppsjávarveiðimönnum því sandsílakvóti danskra skipa hefur verið aukinn úr 82.000 tonnum í fyrra í 458.000 tonn í ár. Aukningin er næstum sexföld. Þetta er stærsti sandsílakvóti sem gefinn hefur verið út frá árinu 2005. 

Útflutningur sjávarafurða dróst saman um 55% í febrúar

Ef litið er á febrúarmánuð einan og sér þá voru aðeins fluttar út sjávarafurðir fyrir 8,2 milljarða en í febrúar í fyrra var útflutningurinn um 18,3 milljarðar. Samdráttur í febrúar er því um 10 milljarðar, eða 55%. Ástæðan er verkfall sjómanna og verðlækkun á sjávarafurðum vegna styrkingar krónunnar. 

Síldarvinnslan tók á móti 81 þúsund tonnum af loðnu

Reikna má með að framleidd hafi verið um 39.000 tonn til manneldis á vertíðinni, hrogn og heilfryst loðna, mest fyrir Asíumarkað. Áætluð verðmæti þeirrar framleiðslu eru 136 milljónir dollara og verðmæti mjöls og lýsis 75 milljónir dollara. Þannig að verðmæti vertíðarinnar í heild er 212 milljónir dollara eða rúmlega 23 milljarðar íslenskra króna samkvæmt gengi 15. mars sl. Ef hér væri miðað við gengið 15. mars 2016 hefði verðmæti vertíðarinnar verið 27 milljarðar króna. 

Skaginn 3X hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands

Skaginn 3X hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir framúrskarandi árangur á sviði þróunar á nýjum tæknilausnum fyrir bolfiskveiðiskip, myndavélatækni og sjálfvirkum uppsjávarkerfum. Verðlaunin voru veitt á Nýsköpunarþingi 2017 sem fór fram á Grand Hótel Reykjavík. 

Óbreytt aðgengi að mörkuðum

„Að loknu verkfallinu gengum við að markaðinum nokkurn veginn óbreyttum, sem er kannski bæði neikvætt og jákvætt. Enginn kaupandi missti sig yfir því að það vantaði íslenska fisk, sem er kannski áhyggjuefni, en á móti kemur að kúnnarnir voru til staðar og tilbúnir fyrir okkur þegar við birtumst aftur,“ segir Friðleifur Friðleifur sölustjóri hjá Iceland Seafood í samtali við Fiskifréttir. 

Aflaverðmæti dróst saman um 12,1% á milli ára

Aflaverðmæti botnfisks nam 92,7 milljörðum á árinu sem er samdráttur um 9,9% frá fyrra ári. Af botnfisktegundum var þorskur sem fyrr verðmætastur en aflaverðmæti þorsks á síðasta ári nam 58 milljörðum króna sem er 4,8% minna en árið 2015. Verðmæti flatfiskafla var 9 milljarðar á síðasta ári sem er 7,9% samdráttur frá fyrra ári. Verðmæti uppsjávarafla nam 27,8 milljörðum sem er 19,6% minna en árið 2015. Aflaverðmæti síldar jókst um 11% en verðmæti loðnu dróst verulega saman á milli ára, eða um 60,9%. Verðmæti skel- og krabbadýra var tæpir 3,5 milljarðar á síðasta ári sem er 12,9% samdráttur frá árinu 2015.

Vandræðaástand á grásleppuslóð nyrðra

Grásleppukarlar á Norðurlandi eru í miklum vandræðum vegna þess hve mikil þorskgengd er á veiðislóð þeirra. Í sumum tilvikum kemur lítið sem ekkert af grásleppu í netin. 
Page 98 of 98« First...708090«9495969798