Flokkur: Íþróttafréttir

Þeir hrintu hver öðrum fram og til baka

Atburðarásin í leikmannagöngunum og framan við búningsklefana á Old Trafford á sunnudaginn þegar leikmönnum og starfsmönnum Manchester United og Manchester City lenti saman eftir viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur verið opinberuð.

Van Gaal með föst skot á Mourinho

Louis van Gaal, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, er ekki hrifinn af eftirmanni sínum, Jose Mourinho, og segir knattspyrnuna sem Portúgalinn bjóði upp á vera leiðinlega.

Ætlumst til að vinna nánast alla leiki

Sigtryggur Arnar Björnsson átti góðan leik fyrir Tindastól í 78:74-sigrinum á ÍR í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Hann skoraði 26 stig, og gaf átta stoðsendingar. Hann segir brjálaða vörn hafa skilað sigrinum, en Tindastóll var átta stigum undir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Við erum ekkert hættir

Björn Kristjánsson spilaði með Njarðvíkingum síðasta vetur og skipti svo yfir í KR fyrir þetta tímabil. Björn var fyrrum félögum sínum erfiður í kvöld þegar hann skoraði 15 stig og stýrði leik KR af mikill festu í 87:68-sigri í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta.

Áhyggjuefni að mæta svona til leiks

Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga var gríðarlega svekktur með sína liðsmenn eftir að hafa tapað illa gegn KR, 87:68, í átta liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta í kvöld.

Laufey til HK/Víkings

HK/Víkingur, sem er nýliði í Pepsi-deild kvenna á komandi keppnistímabili í fótboltanum, fékk í kvöld góðan liðsauka þegar Laufey Björnsdóttir kom til liðs við félagið frá Val og samdi til tveggja ára.

Sonný Lára framlengir við Blika

Knattspyrnumarkvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og mun því halda áfram að verja mark liðsins.

Mørk fór á kostum í sigri Norðmanna

Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Þýskalandi eftir 31:23-sigur á Spánverjum í 16-liða úrslitunum í kvöld.

Bróðir Messi í stofufangelsi fyrir vopnaeign

Matias Messi, eldri bróðir fótboltakappans Lionel Messi, var í dag úrskurðaður í stofufangelsi fyrir vopnaeign, að því AFP-fréttastofan hefur eftir saksóknara í Argentínu. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi frá því í lok nóvember er hann fannst með meiðsl á andliti á reki í blóðdrifnum hraðbát.

Ekkert mál fyrir Stjörnuna í Safamýri

Stjarnan átti ekki í miklum erfiðleikum með að leggja Fram að velli, 30:20 í Olísdeild karla í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 19:6, Stjörnunni í vil, en leikið var í Safamýri.
Page 1 of 74512345 » 102030...Last »