Flokkur: Íþróttafréttir

Hannes hélt hreinu

Hannes Þór Halldórsson hélt marki sínu hreinu er Randers gerði markalaust jafntefli við Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Tæpari verða sigrarnir ekki – mynd

Gríðarleg spenna var í 15 km skíðaskotfimi karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang í Suður-Kóreu þar sem Frakkinn Martin Fourcade bar sigur úr býtum eftir harða keppni við Þjóðverjann Simon Schempp.

Sighvatur sigraði Tom Breese

Bolamótið fór fram í fyrsta sinn fyrr í kvöld í húsakynnum Mjölnis. Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese í aðalglímu kvöldsins. Keppt var í uppgjafarglímu á mótinu en einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki undir svo kölluðum EBI-reglum. Engin stig voru í boði en þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót hefur verið haldið hér á landi.

Kjartan og félagar með góðan sigur

Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Horsens unnu góðan 2:0 sigur á Helsingør í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikið var í Farum í dag, á heimavelli Nordsjælland, þar sem heimavöllur Helsingør-liðsins er illa leikinn vegna frosts.

Stjórarnir ræddu galla myndbandsdómgæslu á hliðarlínunni

Myndbandsdómgæsla er ekki fyrir alla og fengu knattspyrnustjórarnir José Mourinho hjá Manchester United og David Wagner hjá Huddersfield að kynnast aukaverkunum hennar í gær er liðin mættust í enska bikarnum þar sem United hafði betur 2:0 með tveimur mörkum frá Romelu Lukaku.

Ólafur lék í tapi Karabukspor sem er í slæmri stöðu

Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn í 3:0 tapi Karabukspor gegn Akhisar Genclik í B-deild tyrkneska boltans í knattspyrnu.

Sverrir skoraði í æfingaleik – myndskeið

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði eitt mark í 2:1 sigri rússneska knattspyrnuliðsins Rostov á norska liðinu Álasundi í æfingaleik liðanna á Spáni.

Norðmenn unnu boðgönguna

Norðmenn báru sigur úr býtum í boðgöngu karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang.

Vonn tjáir sig ekki frekar

Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn viðurkennir að sér hafi sárnað þegar hún var sökuð um að vera andstæðingur Bandaríkjanna. Vonn ætlar ekki að tjá sig opinberlega um málefni sem tengjast forseta landsins, Donald Trump, í náinni framtíð.

Ánægð en á helling inni – tveimur yfir á lokahringnum

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni frá Akranesi, lauk leik á tveimur höggum yfir pari á lokahring sínum á opna ástralska mótinu í golfi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu í heimi. Hún endar því í 57.-61. sæti á +4 sem verður að teljast afar góður árangur hjá Valdísi sem er með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.
Page 1 of 98812345 » 102030...Last »