Flokkur: Íþróttafréttir

Philadelphia þarf einn sigur í viðbót

Philadelphia 76ers hafði betur gegn Miami Heat er liðin mættust í fjórða skipti í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum, 106:102.

Aron tryggði Cardiff mikilvægan sigur

Aron Einar Gunnarsson og liðsfélagar hans í Cardiff City eru komnir aftur í 2. sæti ensku B-deildarinnar í fótbolta eftir 2:1-sigur á Nottingam Forest á heimavelli sínum í kvöld. Aron skoraði sigurmarkið á 74. mínútu.

Þrjú Íslandsmet féllu í Egilshöll

Þrjú Íslandsmet féllu á Reykjavíkurmóti í skotfimi sem haldið var hjá Skotfélagi Reykjavíkur (SR) í Egilshöll í dag. Íris Eva Einarsdóttir (SR) setti nýtt Íslandsmet í loftriffli kvenna og skaut 605,4 stig og varð samtímis Reykjavíkurmeistari. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir (SR) með 595,3 stig og í þriðja sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs (SFK).

Íslendingarnir í beinni

Fjölmargir Íslendingar leika í dag með liðum sínum erlendis í fótbolta, handbolta og körfubolta og mbl.is fylgist með gengi þeirra í þessari frétt sem er uppfærð jafnt og þétt í allan dag.

Yfirburðir hjá Eygló Ósk

Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi í önnur gullverðlaun sín á Íslandsmótinu í sundi í Laugardalslaug í dag er hún kom fyrst í mark í 100m baksundi. Hún synti á 1:02,45 sekúndum og var fimm sekúndum á undan næstu keppendum.

Frábær árangur Martins og Jónasar

Martin Bjarni Guðmundsson og Jónas Ingi Þórisson náðu frábærum árangri á einu sterkasta unglingalandsliðamóti Evrópu í fimleikum, Junior Team Cup, eða Berlin cup, í dag.

Framarar skoruðu tíu

Fram er komið í 3. umferð Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir 10:0-sigur á GG í Safamýrinni í dag. Fram vann Ármann 6:0 í 1. umferð og er því með markatöluna 16:0 eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Sunderland féll annað árið í röð

Sunderland er fallið úr ensku B-deildinni í fótbolta eftir 2:1 tap fyrir Burton á heimvelli sínum í dag. Sunderland féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hefur því fallið tvö ár í röð.

Manchester United leikur til úrslita

Manchester United leikur til úrslita um enska bikarinn í fótbolta eftir 2:1-sigur á Tottenham í undanúrslitum í dag. Ander Herrera skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik.

Skotin virkuðu mjög vel

„Ég var búinn að skoða markverði Turda mjög vel fyrir leikinn og vissu að þeir væri frekar stórir og þungir. Ég hagaði skotum mínum í samræmi við það og þau virkuðu vel,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV, sem skoraði 13 mörk fyrir liðið í þriggja marka sigri, 31:28, á rúmenska liðinu Turda í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í Vestmannaeyjum í dag.
Page 1 of 1.20612345 » 102030...Last »