Flokkur: Íþróttafréttir

„Andorraleikurinn situr í okkur“

Mbl.is ræddi við Kára Jónsson eftir tapið gegn Svartfjallandi á Smáþjóðaleikunum í dag en Kári er einn af fjórum leikmönnum íslenska liðsins sem enn eru löglegir í U-20 ára landsliðið sem leikur í efstu deild Evrópukeppninnar í sumar.

„Betra en ég bjóst við“

Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér tvenn gullverðlaun í spretthlaupum á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag. Kolbeinn sigraði í 200 metra hlaupi á góðum tíma og var í sveit Íslands sem sigraði í 4x100 metra boðhlaupi.

Aron leikur ekki til úrslita

Paris SG leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik gegn annaðhvort Vardar eða Barcelona. Aron Pálmarsson og félagar máttu bíta í það súra epli að tapa með eins marks mun, 27:26, fyrir Paris SG í undanúrslitaleik í Lanxess Arena í Köln í dag í hörkuleik þar sem franska liðið var með yfirhöndina frá upphafi. Veszprém fékk kjörið tækfæri til að jafna metin í lokin en tókst ekki.

Tap í lokaleik gegn Svartfellingum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði fimmta og síðasta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag er liðið beið lægri hlut gegn Svartfjallalandi, 86:61.

Bronsverðlaun eftir oddahrinu

Íslenska kvennalandsliðið í blaki spilaði sinn síðasta leik á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag og vann þá Liechtenstein í hörkuleik, 3:2. Þetta var þriðji sigur liðsins á mótinu og tryggði Ísland sér bronsverðlaun með sigrinum.

Birgir Leifur náði sér ekki á strik

Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, náði sér ekki á strik í dag á Swiss Challenge-mótinu í Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Vardy leitar að næsta Vardy

Knattspyrnumaðurinn Jamie Vardy, landsliðsframherji Englands og leikmaður Leicester City, hefur komið af stað áhugaverðu framtaki og sett sjálfur 100 þúsund pund í það verkefni að gefa knattspyrnumönnum, sem hafa verið afskrifaðir, annan möguleika.

Gylfi landaði fyrsta laxinum

Gylfi Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Swansea og íslenska landsliðinu, landaði nú í hádeginu fyrsta laxi sumarsins í Norðurá í Borgarfirði. Gylfi hóf veiðar klukkan 11 í morgun eftir að ný álma veiðihússins Rjúpnaáss hafði verið vígð og hóf hann veiðar á Brotinu.

Réðu fyrrverandi þjálfara Norður-Kóreu

Skallagrímur réð í dag Ricardo Gonzelez til starfa sem þjálfara kvennaliðs félagsins í körfuknattleik.

Valdís fór á flug í dag

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði afar vel í dag á þriðja hring Janra Ladien Open á LET Access-mótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í Evrópu.