Flokkur: Íþróttafréttir

ÍR – KR, staðan er 1:1 – framlengt

ÍR og KR mætast í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, á ÍR-vellinum í Mjóddinni klukkan 19.15. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Fannst við aldrei eiga séns

Ágúst Gylfason og lærisveinar hans í Fjölni fóru í fýluferð til Vestmannaeyja í dag þar sem liðið tapaði 5:0 gegn frískum Eyjamönnum í Borgunarbikarnum í knattspyrnu. Það virtist margt vera að hjá Fjölnismönnum sem fengu á sig haug af færum og sköpuðu varla færi sjálfir.

„Strákarnir skömmuðu mig“

Eyjamenn unnu frábæran 5:0 sigur á Fjölnismönnum í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Liðið leiddi 3:0 í hálfleik og hefði í raun verið hægt að flauta til leiksloka þá. Gestirnir virtust ekki eiga nokkurn möguleika að komast framhjá vörn Eyjamanna sem var gríðarlega sterk.

Guðjón og Alexander þýskir meistarar

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson urðu í kvöld Þýskalandsmeistarar í handbolta með Rhein-Neckar Löwen, með stórsigri á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel, 28:19, þó að enn séu tvær umferðir eftir af deildinni.

Fylkir ekki í vandræðum í Garðinum

Fylkir tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, eftir stórsigur á Víði í Garði suður með sjó í kvöld, 5:0.

Stórsigur gegn San Marínó

Karlalandslið Íslands í körfuknattleik valtaði hreinlega yfir heimamenn í San Marínó á Smáþjóðaleikunum í kvöld og vann 42 stiga sigur, 95:53.

Arnór og Bjarki sterkir en töpuðu sárt

Íslendingaliðin Füchse Berlín og Bergischer töpuðu bæði leikjum sínum í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld en íslensku landsliðsmennirnir voru áberandi.

Stórsigur ÍBV á Fjölni

Eyjamenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir öruggan 5:0 sigur á Fjölni. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum eftir að Kaj Leó í Bartalsstovu kom Eyjamönnum yfir eftir sex mínútur.

Hallbera lagði upp sigurmark gegn Glódísi

Það var Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem Djurgården vann óvæntan sigur á toppliði Eskilstuna, 1:0.

Gull og silfur til viðbótar í sundinu

Ísland vann alls til átta verðlauna á öðrum keppnisdegi á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag, en keppni lauk á boðsundi.