Flokkur: Íþróttafréttir

Ragnheiður á toppnum í Tennessee

Ragnheiður Sara Guðmundsdóttir tryggði sér þátttökuréttinn á heimsleikunum í Crossfit með því að bera sigur úr býtum í undankeppni sem lauk í Tennessee í Bandaríkjunum í gær.

Aron einn af bestu á síðustu 7 árum (myndskeið)

Vefur evrópska handknattleikssambandsins hefur valið sjö manna lið sem hefur að mati sérfræðinga staðið sig best í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á síðustu sjö árum og þar eiga Íslendingar einn fulltrúa.

Samtaka jafnaldrar með 300 leiki

Knattspyrnumennirnir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, og Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður hjá Hammarby í Svíþjóð, náðu báðir þeim áfanga í gær að spila sinn 300. deildaleik á ferlinum.

Létust í troðningi á knattspyrnuleik

Fjórir létu lífið og margir slösuðust í troðningi sem varð á leik Motagua og Honduras Progreso í efstu deild knattspyrnunnar í Hondúras í gær.

Reus frá keppni næstu mánuðina

Þýski landsliðsmaðurinn Marco Reus, leikmaður þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund, verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleik Dortmund og Eintracht Frankfurt á laugardaginn.

Fjörður meistari tíunda árið í röð

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Kópavogslaug í gær þar sem Íþróttafélagið Fjörður frá Hafnarfirði vann bikarinn tíunda árið í röð. Um var að ræða gríðarlega spennandi keppni þar sem aðeins 137 stig skildu að Fjörð og silfurlið ÍFR.

Mascherano fer í aðgerð

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano í liði Barcelona þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum gegn Alaves um nýliðna helgi.

Hluti íþróttafólks kominn til San Marínó

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í San Marínó fer fram í kvöld 29. maí en leikarnir standa yfir til 3. júní.

Andri og Lennon markahæstir

Andri Rúnar Bjarnason úr Grindavík og Skotinn Steven Lennon úr FH eru markahæstir í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en fimmtu umferð deildarinnar lauk í gærkvöld.

Fer Fábregas til Þýskalands?

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fábregas gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Chelsea og næsti viðkomustaður hans verður hugsanlega í Þýskalandi.