Flokkur: Íþróttafréttir

Meistaralið liðsheildarinnar

Íslandsmeistaramótinu í handknattleik lauk um síðustu helgi með spennandi úrslitaleik FH og Vals í Kaplakrika þar sem Valsmenn sýndu mátt sinn og megin. Hlíðarendapiltar unnu verðskuldað sigur þegar á hólminn var komið og félagið fagnaði sínum 22. Íslandsmeistaratitli í karlaflokki í handknattleik.

„Ég elska það að spila“

„Ég er nokkuð sátt við upphafsleikina á Íslandsmótinu þótt viðureignin við Þór/KA sitji aðeins í mér. En það er möguleiki á að hefna fyrir tapið síðar. Við eigum eftir að mæta þeim aftur í deildinni og einnig í bikarkeppninni.“

Setur Arsenal tvö met?

Arsenal setur nýtt met í dag þegar félagið mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þetta er tuttugasti úrslitaleikur Arsenal í keppninni frá upphafi og félagið fer fram úr Manchester United, sem á 19 leiki að baki.

Axlarmeiðsli angra Martin

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var illa fjarri góðu gamni í gærkvöldi. Hann gat ekki leikið með liði sínu Charleville vegna meiðsla í úrslitakeppninni í frönsku B-deildinni.

„Buuuujaaaaa“

Létt var yfir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur þegar hún mætti í viðtal fyrir íslenska fjölmiðla í Detroit í Michigan í kvöld.

Ægir á leið í efstu deild?

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, og samherjar hans í San Pablo Burgos eru komnir í úrslitaeinvígið um sæti í efstu deildinni á Spáni eftir að hafa sópað liði Breogan út í undanúrslitunum í kvöld.

Ægir á leið í efstu deild?

Ægir Þór Steinarsson landsliðsmaður í körfuknattleik og samherjar hans í San Pablo Burgos eru komnir í úrslitaeinvígið um sæti í efstu deildinni á Spáni eftir að hafa sópað liði Breogan út í undanúrslitunum í kvöld.

Eins svekkjandi og það getur orðið

„Þetta er eins svekkjandi og það getur orðið, við erum ógeðslega svekktir. Við bjuggum þetta til fyrir þá, svo við verðum að kyngja þessu,“ sagði Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR, eftir svekkjandi 2:1 tap gegn Fram í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Ákvað að fara alla leið og skora

Brynjar Kristmundsson var hetja Fram sem hafði betur gegn ÍR í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í dag, 2:1. Brynjar kom inn á sem varamaður í uppbótartíma og nokkrum sekúndum seinna var hann búinn að skora.

Ólafía í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari úr GR, lék á 71 höggi eða á höggi undir pari á Volvik Champ­i­ons­hip á LPGA-mótaröðinni banda­rísku en mótið fer fram í Detroit í Michiganríki­. Ólafía er samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu og fer örugglega í gegnum niðurskurð keppenda.