Flokkur: Íþróttafréttir

Dramatískur sigur Fram á ÍR

Fram vann dramatískan 2:1 sigur á ÍR í Inkasso-deildinni, 1. deild karla í knattspyrnu, í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Silva líklega næsti stjóri Watford

Enska knattspyrnufélagið Watford hefur hafið viðræður við Marco Silva og þykir líklegt að hann verði tilkynntur sem þjálfari liðsins á næstu dögum. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Silva mistókst að halda Hull City í ensku úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð og hætti hann í kjölfarið hjá félaginu.

West Ham staðfestir komu Zabaleta

West Ham hefur staðfest að Argentínumaðurinn Pablo Zabaleta er genginn í raðir félagsins frá Manchester City. Samningurinn hans við City var runninn út og fer hann því til West Ham án greiðslu.

Haraldur hafnaði í 2-3. sæti

Haraldur Franklín náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship-mótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National-vellinum. Mótið er hluti af Nordic League-atvinnumótaröðinni sem er sú þriðja sterkasta í Evrópu.

Sampaoli tekur við Messi og félögum

Jorge Sampaoli var í dag staðfestur sem næsti þjálfari argentínska landsliðsins í knattspyrnu og tekur hann við af Edgardo Bauza sem var rekinn fyrr á þessu ári.

Úrslitaleikurinn leikinn innandyra

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu verður leikinn innandyra af öryggisástæðum og verður það í fyrsta skipti sem úrslitaleikur keppninnar fer fram innanhúss. Ástæðan er ótti við drónaárásir, en leikurinn fer á Millennium-vellinum í Cardiff í Wales og verður þaki vallarins lokað á meðan á leik stendur.

Assou-Ekotto vill leika í klámmyndum

Knattspyrnumaðurinn Benoit Assou-Ekotto er með félög eins og Tottenham og QPR á ferilskránni, en hann hefur alltaf þótt fremur skrautlegur. Assou-Ekotto hefur t.d ekki nokkurn áhuga á fótbolta og er hann einungis atvinnumaður í knattspyrnu þar sem það er vel borgað.

Silva til Manchester City á 43 milljónir

Sky Sports greinir frá því í dag að knattspyrnumaðurinn Bernardo Silva sé á leið til Manchester City frá Monaco á 43 milljónir punda. Silva er 22 ára Portúgali sem leikur yfirleitt á miðjunni og hefur hann verið með betri leikmönnum Monaco, sem varð franskur meistari á leiktíðinni.

Ísland lá fyrir Þjóðverjum

Ísland mátti þola 3:0 tap gegn Þjóðverjum í 3. umferð í undankeppni heims­meist­ara­móts­ins í blaki karla sem fram fer í Frakklandi um þessar mundir.

Vistaskipti Magnúsar Óla staðfest

Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Vals í handknattleik. Magnús hefur leikið með Ricoh í Svíþjóð síðustu tvö keppnistímabil en þar áður lék hann með FH og var m.a. valinn besti leikmaður FH tímabilið áður en hann fór til Ricoh sumarið 2015.