Flokkur: Íþróttafréttir

Var orðinn svartsýnn með Dagnýju

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, mun velja lokahópinn sem fer á Evrópumótið í Hollandi í sumar 22. júní en hann valdi í dag 24 manna landsliðshóp fyrir vináttuleikina á móti Írlandi og Brasilíu eins og kom fram á mbl.is fyrr í dag.

Ágúst tekur við kvennaliði Vals

Ágúst Þór Jóhannsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik. Hann hefur skrifað undir samning til 2020. Ágúst Þór þekkir vel til á Hlíðarenda, en hann þjálfaði kvennalið Vals um nokkurra ára skeið um og eftir aldamótin.

Fanney fékk silfur á HM – myndskeið

Fanney Hauksdóttir úr Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur vann í dag til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fer í Kaunas í Litháen.

Fjórar koma inní landsliðshópinn

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu 24 manna hóp fyrir vináttulandsleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram 8. og 13. júní og eru síðustu verkefnin fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í Hollandi.

Fjórar koma inn í landsliðshópinn

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti rétt í þessu 24 manna hóp fyrir vináttulandsleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram 8. og 13. júní og eru síðustu verkefnin fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í Hollandi.

Ein bestu vistaskiptin

Flutningur Guðjóns Vals Sigurðssonar frá Barcelona til Rhein-Neckar Löwen er eftir á að hyggja talinn fimmtu bestu félagaskiptin í evrópskum handknattleik á leiktíðinni sem er að ljúka. Þetta er mat vefmiðilsins handball-planet. Vefurinn hefur tekið saman 20 best heppnuðu félagaskipti að mati sérfræðinga hans.

Valencia framlengdi við United

Ekvadorinn Antonio Valencia hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á að bæta þriðja árinu við.

Sara í góðu færi á að vinna annan titil

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eiga möguleika á morgun að verða tvöfaldir meistarar en liðið mætir þá liði Sand í bikarúrslitaleik sem fram fer í Köln.

Axel valdi fimm unga nýliða

Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir æfingabúðir í Reykjavík dagana 6. til 18. júní. Í honum eru fimm ungir nýliðar.

Makelele áfram hjá Gylfa og félögum

Frakkinn Claude Makelele hefur gert nýjan samning við Swansea City og hann verður þar með áfram aðstoðarmaður Paul Clement, knattspyrnustjóra liðsins.