Flokkur: Íþróttafréttir

Ólafur og Arnar meiddust fyrir úrslitaleikinn

Landsliðsmennirnir Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson meiddust báðir á æfingu með sænska handknattleiksliðinu Kristianstad í vikunni en á morgun mætast Kristianstad og Alingsås HK í hreinum úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í Malmö Arena.

Ronaldo frestar kynningu í kjölfar árásar

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur frestað fyrirhuguðu kynningarverkefni í London eftir hryðjuverkaárásina í Manchester.

Sindri Hrafn fer til Eugene

Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, hefur tryggt sér keppnisrétt á bandaríska háskólameistaramótinu sem fer fram í Eugene, Oregon dagana 7. – 10. júní nk. Sindri náði þessum áfanga þegar hann kastaði 76,18 metra á móti vesturhluta háskóla í Austin í Texas í gær.

Seaman sá við Eiði Smára (myndskeið)

Arsenal og Chelsea mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Wembley og eins og jafnan ríkir mikil spenna fyrir leiknum.

Átta frá United í úrvalsliði Evrópudeildarinnar

Átta leikmenn frá Manchester United eru í 18 manna úrvalsliði Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en United fagnaði sigri í keppninni eftir 2:0 sigur gegn Ajax í úrslitaleik í Stokkhólmi í fyrrakvöld.

Hilmar Örn keppir á háskólameistaramótinu

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson slær ekki slöku við um þessar mundir. Hann tryggði sér í gær keppnisrétt á bandaríska háskólameistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram Eugene í Oregon dagana 7.-10.júní nk.

Versta sem ég upplifað í 40 ár

Karl-Heinz Rummenigge, forseti þýska meistaraliðsins Bayern München, hefur hafnað boði frá UEFA um að vera viðstaddur úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid og Juventus mætast á þjóðarleikvanginum í Cardiff laugardaginn 3. júní.

Eiður Smári útilokar ekki Indland

Eiður Smári Guðjohnsen heldur enn opnum þeim möguleika að spila í indversku ofurdeildinni en meiðsli urðu þess valdandi að hann gat ekki spilað í henni á síðustu leiktíð.

Ekki alveg eins langt og ég vildi

„Spjótið fór ekki alveg eins langt og ég vildi og bjóst við í dag en aðstæðurnar voru nú ekki alveg þær bestu heldur og allar stelpurnar voru að ströggla,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, í samtali við Morgunblaðið í eftir að hún hafnaði í þriðja sæti í spjótkasti á Riga Cup-mótinu, alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Lettlandi. Hún kastaði lengst 58,30 metra strax í fyrstu umferð.

Hrútafjörður og Tvídægra

„Við erum nokkuð sáttir við þriðja sætið eftir að hafa hafnað í sjöunda sæti í fyrra,“ sagði Hannes Jón Jónsson, þjálfari austurríska handknattleiksliðsins West Wien.