Flokkur: Íþróttafréttir

Mun laða toppleikmenn til félagsins

Steven Gerrard, fyrrverandi leikmaður Liverpool, telur að Jürgen Klopp knattspyrnustjóri liðsins geti laðað til félagsins toppleikmenn í sumar.

Var orðið heitt undir feldinum

„Ég var lengi undir feldinum og mér var orðið heitt,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson í gamansömum tón við Morgunblaðið í gær eftir að ljóst varð að hann heldur áfram að þjálfa lið Akureyrar handboltafélags í 1. deild karla á næstu leiktíð í Íslandsmótinu.

Líðanin er góð utan golfvallar og innan

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari úr Golfklúbbi Reykjavíkur, byrjaði geysilega vel á fyrsta degi Volvik Championship á LPGA-mótaröðinni bandarísku en mótið fer fram í Detroit í Michiganríki.

Cleveland í úrslitin og LeBron skákaði Jordan

Cleveland Cavaliers er komið í úrslitin um NBA-meistaratitilinn þriðja áriðí röð eftir öruggan sigur á Boston, 135:102, í fimmtu viðureign liðanna í nótt.

Þakklátur Selfyssingum fyrir heiðarleika

Jeppe Hansen, framherji Keflavíkur, fékk að líta gult spjald í 2:2-jafntefli liðsins við Selfoss í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Spjaldið stendur þó ekki.

Þetta er gaman en erfitt

Sigrún Ella Einarsdóttir í liði Stjörnunnar átti mjög góðan leik í 3:1-sigri Garðbæinga á FH í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

„Það er alltaf sárt að tapa“

Caroline Murray var á skotskónum fyrir FH þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni, 3:1, í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Hafnarfirði í kvöld. Hún segir það búa mun meira í liðinu.

Læknarnir eru í vandræðum

„Mér fannst við vera ágætar til að byrja með en Valsliðið var óvenju sprækt. Valskonur voru mjög grimmar og setja mark, við héldum okkar taktík áfram eftir það en svo gefum við þeim mark tvö, sem var algjör jólagjöf. Eftir það var þetta erfitt," sagði Róbert Jóhann Haraldsson, þjálfari Grindavíkur eftir 5:1 tap gegn Val á útivelli í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

„Ekki eitthvað sem við sættum okkur við“

Miðvörður Keflvíkinga Marc McAusland var ómyrkur í máli aðspurður um hvort úrslit kvöldsins væru Keflvíkingum ásættanleg, en liðið gerði 2:2 jafntefli við Selfoss í Inkasso-deild karla í knattspyrnu.

Fannst vera brotið á mér

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson varnarmaður Selfyssinga var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins þegar hans menn gerðu 2:2 jafntefli í Keflavík í Inkasso-deild karla í knattspyrnu. Þorsteinn sagði sína menn vita fyrir fram að þetta yrði erfitt.