Flokkur: Íþróttafréttir

Besta formið í mörg ár

Þrenna gegn Skagamönnum, þrjú mikilvæg stig til Grindavíkur eftir 3:2 útisigur og þrjú M í Morgunblaðinu. Betra gerist það ekki og Andri Rúnar Bjarnason,sóknarmaður Grindvíkinga, var að vonum í góðu skapi í gærmorgun þegar undirritaður spjallaði við hann um afrek mánudagskvöldsins og fortíðina og framtíðina í fótboltanum.

Smalling gæti yfirgefið United

Framtíð miðvarðarins Chris Smalling hjá Manchester United er sögð í óvissu en að því er fram kemur í breska blaðinu The Sun er möguleiki á að United láti Smalling fara í sumar.

Vongóðir um að fá tvo öfluga

Liðsmenn Manchester eru vongóðir um að tveir klassaleikmenn úr tveimur Lundúnaliðum muni bætast í leikmannahóp City í sumar.

Þjálfaramál Barcelona að skýrast

Eftirmaður Luis Enrique í knattspyrnustjórastól Barcelona virðist vera fundinn, en tilkynna á um nýjan stjóra 29. maí.

Mínútu þögn fyrir úrslitaleikinn

Evrópska knattspyrnusambandið hefur staðfest að mínútu þögn verði fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Stokkhólmi annað kvöld þegar Manchester United og Ajax mætast.

Öruggt hjá Selfossi og Sindra

Nú er ljóst hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, á morgun.

Eiður Smári spilar á Old Trafford í júní

Eiður Smári Guðjohnsen mun verða í eldlínunni á Old Trafford, heimavelli Manchester United, 4. júní þegar hann tekur þátt í heiðursleik fyrir Michael Carrick, miðjumann United.

Pepe heldur í vonina

Portúgalski miðvörðurinn Pepe hjá Evrópumeisturum Real Madrid segist ætla að gefa félaginu tækifæri fram á síðustu stundu að ákveða með framtíð sína.

„Ég hef ekki áhuga á öðru starfi“

„Ég fékk tækifæri til þess að endurreisa orðspor mitt,“ segir Sam Allardyce í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld og staðfesti þann orðróm að hann væri hættur sem stjóri Crystal Palace eftir að hafa bjargað liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Alfreð er ástæða þess að ég valdi Kiel

Slóvenski landsliðsmaðurinn Miha Zarabec, sem gengur til liðs við stórlið Kiel í sumar, fer fögrum orðum um þjálfarann Alfreð Gíslason.