Flokkur: Íþróttafréttir

Gylfi er alls ekki til sölu

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, segir Gylfa Þór Sigurðsson og aðra mikilvæga leikmenn liðsins alls ekki vera til sölu.

Real Madrid spænskur meistari 2017

Real Madrid er spænskur meistari í knattspyrnu eftir 2:0 útisigur á Malaga í dag. Cristiano Ronaldo og Karim Benzema skoruðu mörkin sem tryggðu sigurinn. Barcelona varð að sætta sig við 2. sætið, þrátt fyrir 4:2 sigur á Eibar.

Gísli Þorgeir valinn sá mikilvægasti

Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson úr FH var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olís-deildar karla í handknattleik en tilkynnt var um valið eftir sigur Vals gegn FH í hreinum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika í dag.

Gísli Þorgeir valinn sá mikilvægasti

Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson úr FH var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olís-deildar karla í handknattleik en tilkynnt var um valið eftir sigur Vals gegn FH í hreinum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika í dag.

„Sigurður vann leikinn fyrir Val“

„Það sem skipti sköpum í að við töpuðum þessum leik var að við nýttum ekki færin okkar í seinni hálfleik og ég og við allir erum eðlilega afar svekktir með þessa niðurstöðu,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, við mbl.is eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í dag.

Kane markakóngur Englands

Harry Kane skoraði mest allra í ensku úrvalsdeildinni sem lauk í dag. Kane skoraði 29 mörk á leiktíðinni, fjórum meira en Romelu Lukaku sem var með 25. Kane fékk gullskó deildarinnar í verðlaun fyrir afrekið, en hann varð einnig markakóngur á síðustu leiktíð.

„Ég elska þennan dreng“

„Það er ótrúleg samheldni í þessum hópi okkar og við gefumst aldrei upp. Við missum aldrei trúna og það er stórkostleg tilfinning að hafa loks náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals, við mbl.is eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í 22. sinn eftir sigur á FH-ingum í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika í dag.

„Ég elska þennan dreng“

„Það er ótrúleg samheldni í þessum hópi okkar og við gefumst aldrei upp. Við missum aldrei trúna og það er stórkostleg tilfinning að hafa loks náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals, við mbl.is eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í 22. sinn eftir sigur á FH-ingum í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika í dag.

Gamli FH-ingurinn fagnaði í Krikanum

„Ég ætlaði bara að gera mitt besta og ég held að mér hafi tekist bara nokkuð vel upp,“ sagði Sigurður Ingiberg Ólafsson, markvörður Valsmanna, við mbl.is eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla eftir sigur á FH-ingum í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika í dag.

Kári skoraði í tapi

Kári Árnason skoraði fyrra mark Omonia Nicosia í 3:2 tapi gegn AEL Limassol í lokaumferð kýpversku deildarinnar í knattspyrnu í dag. Kári jafnaði metin í 1:1 skömmu fyrir leikhlé en það dugði skammt.