Flokkur: Íþróttafréttir

Fannar Ingi með sinn fyrsta sigur

Hinn 19 ára gamli Fannar Ingi Steingrímsson bar sigur úr býtum á Egils Gull-mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í dag. Þetta var fyrsti sigur Fannars í Eimskipsmótaröðinni.

„Getum borið höfuðið hátt“

„Mér líður ekki vel á þessari stundu og er svekktur að þetta frábæra tímabil skyldi enda á þennan hátt,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við mbl.is eftir ósigur sinna manna gegn Val í oddaleiknum gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Kaplakrika í dag.

Berglind vann fyrsta mót ársins

Berglind Björnsdóttir úr GR sigraði á Egils Gull-mótinu í Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki en keppt var á Hólmsvelli í Leiru. Berglind spilaði hringina þrjá á samtals sex höggum yfir pari, þremur höggum á undan Ragnhildi Kristinsdóttur. Mótið var það þriðja í mótaröðinni og það fyrsta á þessu ári.

„Hef aldrei upplifað annað eins“

„Við fórum bara vel yfir málin í hálfleiknum. Við vorum alveg rólegir þar sem munurinn var aðeins tvö mörk en þetta small saman hjá okkur í seinni hálfleik. Vörn og markvarslan gerði útslagið og ég verð að hrósa strákunum fyrir frábæra vinnusemi,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar af þjálfurum Vals, við mbl.is eftir að Valur tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil í handknattleik eftir sigur gegn FH í oddaleik í Kaplakrika.

„Fékk mér banana í hálfleik“

„Ég fékk mér einn banana að borða í hálfleiknum og hann gerði mér ansi gott,“ sagði Valsmaðurinn Ólafur Ægir Ólafsson við mbl.is eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sigur á FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika.

Pabbi örugglega að springa úr stolti

„Það er draumur allra að landa þeim stóra og ég er svo glaður og ánægður,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, við mbl.is eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 22. sinn með sigri á FH-ingum í oddaleik liðanna í Kaplakrika í dag.

Jafnt í öllum leikjum

Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 3. umferð Inkasso-deildarinnar, 1. deild karla í knattspyrnu, í dag, 1:1. Fylkir var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var 1:0 forysta þeirra í leikhléi verðskulduð. Keflavík var hins vegar betra liðið í seinni hálfleik og því fór sem fór.

Valsmenn Íslandsmeistarar 2017

Valur tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitil karla í handbolta með sigri á FH í oddaleik í Kaplakrika, 27:20. Staðan í hálfleik var 11:9 FH í vil, en Valsmenn sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleiknum og unnu einvígið 3:2.

Ágúst tók gullið í Moldóvu

Um helgina kepptu taekwondo-kapparnir Kristmundur Gíslason og Ágúst Kristinn Eðvarðsson á Moldova Open-mótinu. Moldova Open er svokallað G-mót en á þeim er hægt að vinna sér inn stig til að komast á Ólympíuleikana.

Bjarki Már og félagar steinlágu

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlín þurftu að sætta sig við 30:22 tap gegn Göppingen í úrslitaleik EHF-bikarsins í Göppingen í dag. Bjarki skoraði tvö mörk í leiknum.