Hver hefði spáð því í upphafi Íslandsmótsins í knattspyrnu að strax í 4. umferð myndu mætast tvö lið án aðalþjálfara sinna, sem væru báðir horfnir á braut?
Fá ef nokkur dæmi eru um að íslenskt handboltalið hafi leikið eins marga leiki og karlalið Vals í vetur. Oddaleikur liðsins við FH í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika í dag verður 58. leikur liðsins frá því 18. ágúst, ef öll mót eru talin.
Óhætt er að segja að jafnræði hafi verið með Ólafsvíkingum og Eyjamönnum í þau skipti sem þeir hafa mæst í efstu deild karla í knattspyrnu en Víkingur Ó. tekur á móti ÍBV í Pepsi-deild karla klukkan 14 í dag.
Rhein-Neckar Löwen komst á ný í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld með því að sigra Balingen, lið Rúnars Sigtryggssonar, af öryggi á heimavelli, 33:23.
Aron Pálmarsson og samherjar hans í Veszprém standa vel að vígi eftir fyrri úrslitaleikinn um ungverska meistaratitilinn í handknattleik en þeir lögðu keppinauta sína í Pick Szeged að velli í gær, 23:17.
„Við komum af fullum krafti inn í seinni hálfleikinn því sá fyrri var ekki alveg nógu vel spilaður og létum boltann ganga sem skilaði tveimur mörkum,“ sagði Sandra María Jessen sem kom fersk inná til að aðstoða Þór/KA að sigra KR 2:0 í Vesturbænum í dag þegar 5. Umferð efstu deildar kvenna fór fram.
„Ég held að þetta hafi verið furðulegasti hálfleikur sem ég hef upplifað og í hálfleik vissu stelpurnar alveg hvað væri að gerast,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þór/KA-kvenna, eftir 2:0 sigur á KR í Vesturbænum í dag, sem skilaði Akureyringum efsta sæti deildarinnar eftir 5 umferðir.
„Við erum með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik, fáum fullt af færum og það er svolítið sorglegt að ná ekki að skora mark,“ sagði Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR-kvenna, eftir 2:0 tap fyrir Þór/KA í Vesturbænum, þrátt fyrir góða baráttu.
„Við náðum ekki alveg að spila okkar fótbolta í byrjun og það er erfitt að koma á þennan völl svo við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Lillý Rut Hlynsdóttir fyrir Þórs/KA eftir 2:0 sigur á KR-konum í Vesturbænum í dag þegar 5. Umferð efstu deildar kvenna lauk.
„Við náðum ekki alveg að spila okkar fótbolta í byrjun og það er erfitt að koma á þennan völl svo við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Lillý Rut Hlynsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 2:0 sigur á KR-konum í Vesturbænum í dag þegar 5. umferð efstu deildar kvenna lauk.