Flokkur: Íþróttafréttir

Ekki hægt að líma saman

„Ég hef horft á alla leiki liðsins í ár og við erum að bæta okkur sem lið en allir leikir eru erfiðir,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir í KR og þrautreynd með landsliðinu eftir 2:0 tap fyrir Þór/KA í Vesturbænum í dag.

Þór/KA í basli með KR en tók efsta sætið með 2:0 sigri

Ósigrað kvennalið Þórs/KA átti í mesta basli með KR þegar liðin mættust í 5. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu á KR-vellinum. KR, sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum, átti fyrri hálfleikinn en eftir hlé vaknaði lið gestanna til lífsins og hafði að lokum 2:0 sigur.

Bjarki og félagar í úrslit

Bjarki Már Elísson og samherjar hans hjá þýska liðinu Füchse Berlin tryggðu sér sæti í úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla með 35:24-sigri liðsins gegn franska liðinu Saint-Raphael í undanúrslitum keppninnar í dag.

Hafþór spilaði fullkominn leik

Hafþór Harðarson, keiluspilari úr ÍR, jafnaði enn og aftur Íslandsmetið í einum leik í keilu með því að ná 300 pinnum eða 12 fellum í röð. Leiknum náði hann á Meistaramóti ÍR sem fram fór í Keiluhöllinni í Egilshöll nú í morgun.

Alfreð og félagar sluppu við fall

Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, og félagar hans hjá Augsburg tryggðu sæti sitt í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu karla með því að gera markalaust jafntefli gegn Hoffenheim í lokaumferð deildarinnar í dag.

Fannar með eitt högg í forskot

Fannar Ingi Steingrímsson, kylfingur úr GHG, lék frábært golf á öðrum keppnisdegi af alls þremur á Egils Gullmótinu í Eimskipsmótaröðinni í dag. Fannar Ingi, sem er 19 ára gamall, lék á fimm höggum undir pari í dag eða 67 höggum og er hann samtals á fjórum höggum undir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. 

Margir leikmenn léku undir pari

„Mér fannst við einfaldlega ekki spila nógu vel í þessum leik. Við vissum það alveg að til þess að ná í sigur á móti ÍBV þyrftum við öll að eiga góðan leik og mér fannst bara of margir leikmenn ekki eiga nógu góðan leik,“ sagði Orri Þórðarson, þjálfari FH, eftir 1:0-tap liðsins gegn ÍBV í fimmtu umferð Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í dag.

Mjög sterkt hjá okkur að klára þetta

„Þetta var algjör baráttusigur og ég er bara mjög sátt með þessi stig,“ sagði Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, en ÍBV vann FH 1:0 á Hásteinsvelli í dag í Pepsi-deild kvenna.

Enginn að panikka fyrir norðan

Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, var að vonum svekktur eftir 2:1 tap gegn Þrótti í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í dag. Lárus var nokkuð sáttur með spilamennskuna, þrátt fyrir tapið.

Línuvörðurinn var ógnandi við mig

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur, við vorum mjög óheppnir í gegnum leikinn. Það voru menn að meiðast og mér fannst dómarinn dæma á móti okkur,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir 2:1 sigur á Þór á heimavelli í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í dag.