Flokkur: Íþróttafréttir

Alltaf gaman að ná að skora mark

„Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri þar sem Grindavíkurliðið var vel skipulegt og spilaði þéttan varnarleik. Við erum sáttir með að hafa náð að skora fjögur mörk og ná í þrjú stig,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við mbl.is eftir 4:1-sigur liðsins gegn Grindavík í fimmtu umferð Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu í dag.

Skelfileg byrjun varð okkur að falli

„Þetta var virkilega svekkjandi og það var markmiðið að gera mikið betur. Við byrjuðum leikinn skelfilega og vorum komnar þremur mörkum undir áður en við rifum okkur upp,“ sagði Guðrún Bentína Frímannsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í samtali við mbl.is eftir 4:1-tap liðsins gegn Stjörnunni í fimmtu umferð Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu í dag.

ÍBV vann annan leikinn í röð

ÍBV og FH mættust í Pepsi-deild kvenna á Hásteinsvelli í dag en leikið var í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum.

Þróttur lagði stigalausa Þórsara

Þróttur R. hafði betur gegn Þór í 3. umferð Inkasso-deildarinnar, 1. deild karla í knattspyrnu í Laugardalnum í dag. Þór komst yfir í fyrri hálfleik en Þróttarar svöruðu með tveim mörkum í síðari hálfleik.

Stjarnan á toppinn – Valur rétti úr kútnum

Stjarnan tyllti sér á topp Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu með 4:1-sigri sínum gegn Grindavík þegar liðin mættust í fimmtu umferð deildarinnar á Samsung-vellinum í dag.

Ótrúleg dramatík í Frakklandi

Amiens mun leika í efstu deild Frakklands í fyrsta skipti í sögu félagsins á næsta tímabili. Liðið tryggði sér upp um deild með því að skora sigurmark á 96. mínútu gegn Reims.

Sparslar í afreksmenn

Pétur Örn Gunnarsson er ekki þekktasta nafnið í íþróttaheiminum á Íslandi. Engu að síður er hann sjaldnast langt undan þegar margir af vinsælustu íþróttamönnum þjóðarinnar mæta til keppni.

Spelkan fór af fyrir verðlaunahófið

Martin Hermannsson tók meiddur á móti verðlaunum sínum sem leikmaður úrvalsliðs frönsku B-deildarinnar í körfubolta, og næstbesti leikmaður deildarinnar, í vikunni.

Þurfa að losna úr Gíslatökunni

„Besti leikmaðurinn í seríunni er Gísli Þorgeir Kristjánsson, og maður sér ekki alveg hvernig Valur ætlar að stoppa hann. Það eru komnir þrír leikir af fjórum þar sem hann hefur gjörsamlega ráðið ríkjum. Það er oft þannig að besti leikmaðurinn gerir útslagið í úrslitaseríu.“

Erfitt að brjóta niður lið sem leggja rútunni

Fanndís Friðriksdóttir var að vonum sátt eftir 3:1 sigur Breiðabliks gegn Haukum í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en hún skoraði tvö glæsileg mörk í leiknum.