Flokkur: Íþróttafréttir

13 handteknir vegna tennis-svindls

Belgíska lögreglan handtók í dag 13 manns í tengslum við rannsókn á hagræðingu úrslita í tennisleikjum að því er embætti saksóknara greindi frá. Ekki er nema mánuður frá því að varað var við í ítarlegri skýrslu að „flóðbylgja“ spillingarmála einkenndi neðri deildir íþróttarinnar.

Allegri sagður hafa hafnað Real Madrid

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því i dag að Massimiliano Allegri, þjálfari Ítalíumeistara Juventus, hafnaði tilboði frá Evrópumeisturum Real Madrid.

Stuðningsmenn Real Madrid vilja Klopp

Margir stuðningsmanna Real Madrid vilja Jürgen Klopp sem næsta knattspyrnustjóra félagsins en þetta kom fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal stuðningsmanna spænska liðsins.

Blanc líklegastur til að taka við Chelsea

Franski knattspyrnustjórinn Laurent Blanc þykir líklegastur til þess að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea, fari svo að Antonio Conte verði látinn fara en það er Sportsmail sem greinir frá.

Kristinn snýr aftur í Hauka

Körfuknattleikskappinn Kristinn Marínósson er genginn til liðs Hauka en það er Karfan.is sem greinir frá þessu í kvöld. Hann hefur spilað með ÍR í úrvalsdeildinni, undanfarin tvö ár en hefur ákvað að snúa heim á nýjan leik en hann er uppalinn í Hafnafirði.

Sá hvert hann ætlaði að kasta

Patrick Pedersen, danski framherjinn hjá Val, sagði við mbl.is í kvöld að sigrarnir skiptu meira máli en hver skoraði mörkin, en hann gerði fyrra mark Vals og lagði upp það síðara í 2:0 sigri Íslandsmeistaranna gegn Fjölni í Grafarvogi í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Getum ekki verið sáttir

Það var svekktur fyrirliði FH-inga, Davíð Þór Viðarsson, sem ræddi við mbl.is eftir jafntefli FH og Keflavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en liðin áttust við í Kaplakrika í kvöld.

Einbeitingarleysi og mistök

Þórður Ingason markvörður og fyrirliði Fjölnis sagði við mbl.is eftir ósigurinn gegn Val, 0:2, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld að Grafarvogspiltarnir geti kennt sjálfum sér um hvernig fór.

Svona dómaradæmi hefur áhrif

„Svona baráttuleikir geta farið á hvorn veginn sem er og það er leiðinlegt þegar að svona dómaradæmi hefur áhrif á það," sagði svekktur Davíð Þór Ásbjörnsson leikmaður Fylkis eftir 2:1-tap fyrir Grindavík á útivelli í Pepsi-deildinni í fótbolta í dag.

Börðumst vel fyrir stiginu

Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson kunni greinilega var við sig á gamla heimavellinum þegar FH og Keflavík skildu jöfn 2:2 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Page 28 of 1.393« First...1020«2627282930 » 405060...Last »