Flokkur: Íþróttafréttir

Skaut eins fast og ég gat í fjærhornið

Bandaríkjamaðurinn William Daniels var hetja Grindvíkinga sem unnu Fylkismenn, 2:1, í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Mark Daniels tryggði Grindavík toppsætið eftir sjö umferðir í deildinni.

FH varð að sætta sig við jafntefli gegn botnliðinu

FH-ingar urðu að sætta sig við þriðja jafnteflið í röð og það gegn botnliði Keflavíkur þegar liðin áttust við í 7. umferð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. 2:2 varð niðurstaðan þar sem Keflvíkingar náðu í tvígang forystunni.

Valur vann loksins í Grafarvogi

Valsmenn styrktu verulega stöðu sína í toppbaráttu Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld með því að sigra Fjölnismenn, 2:0, á Extra-vellinum í Grafarvogi.

Þriggja marka tap gegn Japan

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætti Japan í vináttulandsleik í Svendborg í Danmörku í dag en leiknum lauk með sigri japanska liðsins, 25:22.

Arsenal að landa Fellaini?

Marouane Fellaini, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er eftirsóttur þessa dagana. Samningur Belgans við enska félagið rennur út um mánaðamótin og því er honum frjálst að semja við annað lið.

Grindavík skellti sér á toppinn

Grindavík er komið í toppsæti Pepsi-deildar karla í fótbolta eftir 2:1-sigur á Fylki á heimavelli í dag. Fylkismenn komust yfir með eina marki fyrri hálfleiks en Björn Berg Bryde og varamaðurinn Williams Daniels skoruðu í síðari hálfleik og tryggðu Grindavík verðskuldaðan sigur.

Fekir farinn aftur til Frakklands

Nabil Fekir, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins Lyon, er snúinn aftur til heimalands síns en hann átti að gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool í vikunni. Fekir hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarnar vikur.

Karius fékk heilahristing í úrslitaleiknum

Læknar á Massachusetts Gener­al-sjúkra­húsinu í Bost­on hafa staðfest að markmaðurinn Loris Karius fékk heilahristing í leik Real Madrid og Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Pastore þarf að lækka launakröfurnar

Javier Pastore, miðjumaður franska knattspyrnufélagsins PSG í Frakklandi, er við það að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Pastore hefur ekki átt fast sæti í liði PSG.

Sokratis á leið til Arsenal

Sokratis Papastathopoulos, varnarmaður þýska knattspyrnufélagsins Borussia Dortmund mun fljúga til London í vikunni og gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvaldeildarfélaginu Arsenal en það er Sports Illustrared sem greinir frá þessu. Sokratis hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnuþ
Page 29 of 1.393« First...1020«2728293031 » 405060...Last »