Nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu, sem áður var fyrirliði landsliðsins og sóknarmaður hjá Arsenal, varð fyrir því óhappi að stolið var úr ferðatösku hans á flugvellinum í Moskvu um helgina. Alls var 11 þúsund Bandaríkjadölum stolið úr ferðatösku hans en þar svarar til 1,3 milljóna króna.