Flokkur: Íþróttafréttir

Nagelsmann hafnaði Real Madrid

Julian Nagelsmann þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Hoffenheim hefur hafnað tilboði frá Evrópumeisturum Real Madrid um að taka við þjálfun liðsins að því er fram kemur í þýska blaðinu Bild í dag.

Allir þurfa að taka næsta skref

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lauk leik í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi síðar á árinu með aðeins eitt stig úr sex leikjum.

Sané ekki valinn í HM-hópinn

Leroy Sané, sóknarmaðurinn skæði í liði Englandsmeistara Manchester City, spilar ekki með heimsmeisturum Þjóðverja á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem hefst um miðjan mánuðinn.

„Ég er hálf miður mín“

„Við gáfum þeim mark og þeir eru með gott lið. Það var því algjör óþarfi að gefa þeim þetta á silfurfati,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks eftir 1:0 tap liðsins gegn Stjörnunni í 7. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

„Við vorum grimmir og grófir“

„Við vorum yfir í baráttunni, allan leikinn og mér fannst þeir aldrei ógna okkar marki fyrr en kannski rétt í lokin, sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar eftir 1:0 sigur liðsins á Breiðabliki í 7. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Eyþór sá fyrsti 14 ára í efstu deild

Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að spila 14 ára gamall í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi en hann kom inná undir lok leiks ÍBV og KR á Hásteinsvelli.

23 manna hópur Nígeríu klár

Gernot Rohr, landsliðsþjálfari knattspyrnuliðs Nígeríu, er búinn að velja þá 23 leikmenn sem fara fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Rússlandi síðar í mánuðinum.

Stjarnan sótti þrjú stig í Kópavoginn

Breiðablik tók á móti Stjörnunni í 7. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leiknum lauk með 1:0 sigri gestanna úr Garðabæ.

Völlurinn er skraufþurr og erfitt að spila

„Mikil vonbrigði, byrjunin á þessum leik. Við létum Vestmannaeyingana vaða yfir okkur,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 2:0 tap gegn ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Erum byrjaðir að skora, bið ekki um meira

„Það er gott að vera kominn með 8 stig það eru svona mín fyrstu viðbrögð eftir þennan leik,” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir 2:0 sigur á KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli í dag.
Page 32 of 1.393« First...1020«3031323334 » 405060...Last »