Flokkur: Íþróttafréttir

„Íþróttir voru alltaf mín versta grein“

Laufey Agnarsdóttir, kraftlyftingakona úr Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur, gerði sér lítið fyrir og setti tvö ný Íslandsmet á HM í kraftlyftingum í Calgary í Kanada um helgina og hreppti silfurmedalíu í bekkpressu.

Afturelding aftur í toppsætið

Afturelding skellti sér aftur á topp 2. deildar karla í fótbolta með 3:1-sigri á Huginn á útivelli í dag. Huginn var með 1:0-forystu í hálfleik en Afturelding snéri leiknum sér í vil í hálfleik.

Naumur þýskur sigur í Kanada

Þýska kvennalandsliðið í fótbolta vann nauman 3:2-sigur á Kanada í vináttuleik í Kanada í dag. Turid Knaak skoraði sigurmarkið á 84. mínútu.

Rúrik framlengir við Sandhausen

Rúrik Gíslason framlengdi í dag samning sinn við þýska B-deildarfélagið Sandhausen til ársins 2020. Rúrik gekk í raðir Sandhausen frá Nürnberg í janúar á þessu ári og varð strax mikilvægur leikmaður hjá liðinu.

Dramatískt jafntefli í háspennuleik í Vesturbæ

KR og FH gerðu jafntefli á Alvogen-vellinum í kvöld í afar fjörugum leik sem bauð upp á mikinn hraða á köflum, harðar tæklingar, sannkallað draumamark og tvö mörk í uppbótatíma.

Serbía og Makedónía tóku stór skref

Serbía og Makedónía tóku í dag stór skref í áttina að lokakeppni heimsmeistaramóts karla í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Þjóðirnar unnu þá örugga sigra í fyrri umspilsleikjum sínum.

Sögulegt glæsimark Lennons

Markið glæsilega sem Steven Lennon skoraði gegn KR þegar hann jafnaði 1:1 fyrir FH rétt áðan í viðureign liðanna á Alvogen-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu er tímamótamark.

Vann Opna franska í ellefta sinn

Efsti maður heimslistans í tennis, Rafael Nadal, vann Opna franska meistaramótið í tennis í ellefta sinn í dag. Hann hafði þá betur á móti Dominic Thiem í þremur settum, 6:4, 6:3 og 6:2.

Ekki Fjölni til sóma

„Hvað klikkaði ekki? Við mættum ekki til leiks í seinni hálfleik og þetta var bara leikur fullorðinna gegn börnum,“ sagði Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður Fjölnis eftir 6:1 tap liðsins gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag í áttundu umferð Pepsi-deildar ...

Vettel tekur forystu í titilslagnum

Sebastian Vettel á Ferrari var í þessu að vinna kanadíska kappaksturinn í Montreal og það örugglega. Í leiðinni tók hann forystuna í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna af Lewis Hamilton á Mercedes, sem varð fimmti.
Page 5 of 1.393« First...«34567 » 102030...Last »