Flokkur: Íþróttafréttir

Úrslitarimmann hefst aðra nótt

Úrslitarimma Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers um NBA-titilinn í körfuknattleik hefst aðfaranótt föstudagsins í Oakland í Kaliforníu.

„Margt orðið betra hjá okkur“

„Ég var einstaklega pirruð eftir síðasta leik okkar hér í Höllinni. Við spiluðum góðan leik og vorum alveg með hann en náðum einhvern veginn ekki sigrinum, sem ég átti mjög erfitt með að sætta mig við. Ég er því sérstaklega gíruð inn á að vinna þennan leik við Tékka,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir, annar fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.

Mörkin hjá Messi (myndskeið)

Lionel Messi skoraði þrennu og Argentína fjögur mörk þegar liðið lék sinn síðasta heimaleik fyrir HM í Rússlandi í Buenos Aires í nótt.

Finnur Orri í leikbann

Aganefnd KSÍ fundaði í gær og voru tveir úr efstu deild karla, Pepsí-deildinni, úrskurðaðir í leikbann.

Ólafía byrjar seinni partinn á morgun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun keppni á sínu öðru risamóti í golfi en Opna bandaríska meistaramótið á að hefjast á Shoal Creek-vellinum í Alabama-ríki í Bandaríkjunum.

Þrenna Messi í síðasta heimaleiknum

Í síðasta leik Argentínumanna á heimavelli áður en þeir mæta Íslandi eftir rúmlega hálfan mánuð tók Lionel Messi upp á því að skora þrennu. Argentína lagði Haítí örugglega að velli í nótt 4:0.

Nýlendan í Vín stækkar

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason hefur ákveðið að ganga til liðs við austurríska liðið West Wien sem Hannes Jón Jónsson þjálfar og tveir íslenskir handknattleiksmenn leika með.

Skrítin stemning í liðinu

„Hausinn var ekki rétt skrúfaður á til að byrja með og mér fannst skrítinn stemning í liðinu í fyrri hálfleik,“ sagði Björk Björnsdóttir, markmaður HK/Víkings eftir 1:0 tap liðsins gegn Stjörnunni í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Enskir ræða rasisma í Rússlandi

Leikmenn enska landsliðsins í fótbolta hafa rætt saman um hvernig þeir ætli að bregðast við, verði þeir fyrir barðinu á rasisma á HM í Rússlandi í næsta mánuði. Rússneska knattspyrnusambandið var sektað um 25.000 evrur, um þrjár milljónir króna, fyrir rasisma eftir vináttuleik við Frakka í mars.

Leikgleðin skilaði þremur stigum í hús

„Það var nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka eftir vonbrigðin á móti Grindavík,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir 1:0 sigur liðsins gegn HK/Víking í fimmtu umferð.
Page 50 of 1.393« First...203040«4849505152 » 607080...Last »