Flokkur: Íþróttafréttir

Setti fyrirliðabandið á sjálfan sig

„Heilt yfir þá fannst mér við vera mun betri allan leikinn, líka í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á gæðin fyrir framan markið. Við fengum hins vegar fín færi til þess að skora en það kom svo í síðari hálfleik,“ sagði Guðjón. ...

Hólmbert skoraði fyrir toppliðið

Aalesund hafði betur gegn Ull Kisa á heimavelli í norsku B-deildinni í fótbolta í dag, 3:2. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði annað mark Aalesund í leiknum úr vítaspyrnu og jafnaði í 2:2 á 66. mínútu.

Stjarnan tók Fjölnismenn í kennslustund

Stjarnan tók á móti Fjölni í áttundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 6:1 sigri heimamanna. Leikurinn fór rólega af stað og var mikið um misheppnaðar sendingar í upphafi leiks.

Emil Pálsson sá rautt í tapi

Emil Pálsson var í byrjunarliði Sandefjord sem varð að sætta sig við 2:0-tap fyrir Haugesund á heimavelli í efstu deild Noregs í fótbolta í dag. Emil lék fram að 54. mínútu en þá fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ingvar Jónsson var...

Andri Rúnar lagði upp tvö mörk

Andri Rúnar Bjarnason og félagar í sænska liðinu Helsingborg unnu öruggan 4:1-sigur á Degerfors í B-deildinni í fótbolta þar í landi í dag. Andri Rúnar skoraði ekki fyrir Helsingborg en lék allan leikinn og lagði upp tvö mörk.

Aníta á besta tíma ársins

Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Stokkhólmi í dag. Hún hljóp á 2:02,21 mínútum sem er besti tími hennar á árinu.

Hörður spilar ekki meira með Stjörnunni

Knattspyrnumaðurinn Hörður Árnason mun ekki spila fleiri leiki fyrir Stjörnuna. Félagið staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Hörður hefur leikið með Stjörnunni frá árinu 2011, en þar á undan var hann hjá HK.

Magnaður endasprettur tryggði Birgi sigur

Birgir Björn Magnússon vann glæsilegan sigur á Símamótinu í golfi, en mótið er liður á Eimskipsmótaröðinni. Birgir lék þrjá hringi á samanlagt 13 höggum undir pari, fjórum höggum betur en Kristján Þór Einarsson sem varð annar. Leikið var á Hlíðavel...

Stjarnan – Fjölnir, staðan er 0:0

Stjarnan fær heimsókn frá Fjölni í 8. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta kl. 17 í dag. Stjarnan er í 6. sæti með 10 stig á meðan Fjölnir er í 8. sæti með stigi minna.

Brasilía hitaði upp með þremur mörkum

Brasilía vann sannfærandi 3:0-sigur á Austurríki í síðasta leik sínum fyrir HM í Rússlandi í dag. Leikið var á Ernst Happel-vellinum í Vínarborg.
Page 6 of 1.393« First...«45678 » 102030...Last »