Flokkur: Íþróttafréttir

Ronaldo sér ekki eftir neinu

Cristiano Ronaldo sér ekki eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Liverpool í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær. Ronaldo gaf það í skyn að hann gæti yfirgefið Real Madrid á næstunni.

Kóngur í Mónakó

Daniel Ricciardo á Red Bull var í þessu að vinna einstæðan sigur í Mónakókappakstrinum en þótt hann glímdi við ótilgreinda bilun í aflrásinni seinni helming akstursins tókst honum að halda öllum keppinautunum nógu langt að baki sér til að þeir legðu ekki til atlögu við hann.

Victor svissneskur bikarmeistari

Guðlaugur Victor Pálsson er svissneskur bikarmeistari í fótbolta eftir 2:1-sigur Zürich á Young Boys í bikarúrslitum í Bern í dag. Guðlaugur Victor lék allan leikinn hjá Zürich en hann er fyrirliði liðsins.

Nantes getur jafnað við Flensburg og Vardar

Franska handknattleiksliðið Nantes tekur nú þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handknattleik karla í fyrsta sinn. Í gær tryggði Nantes sér sæti í úrslitum keppninni með sigri á Paris SG í undanúrslitum, 32:28. Nantes er þriðja liðið sem nær að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í frumraun sinni í úrslitahelginni.

Bjarki og félagar úr titilbaráttunni

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin eru úr leik í titilbaráttunni í þýsku A-deildinni í handbolta eftir 31:24-tap fyrir Melsungen á útivelli í dag. Bjarki skoraði þrjú mörk í leiknum en Füchse er nú þremur stigum á eftir toppliði Flensburg þegar aðeins einn leikur er eftir.

Jórunn setti nýtt Íslandsmet

Jórunn Harðardóttir sló eigið Íslandsmet í loftskammbyssu á heimsbikarmóti í München í Þýskalandi í dag. Jórunn fékk þá 560 stig og bætti metið um þrjú stig.

Hlynur og Sindri á lokamótið – Íslandsmet Hlyns

Það verða þrír íslenskir keppendur á lokamóti NCAA, bandarísku háskólaíþróttanna, í frjálsum íþróttum sem fram fer í Eugene í Oregon í byrjun júní.

Yfirburðir spænskra liða í Evrópu

Spænsk knattspyrnulið hafa haft algjöra yfirburði í Evrópukeppnunum tveimur síðustu fimm keppnistímabil. Aðeins einu sinni, frá og með árinu 2014, hefur lið frá öðru landi en Spáni unnið aðra keppnina.

Sigrún ítalskur bikarmeistari

Sigrún Ella Einarsdóttir og samherjar í Fiorentina urðu í gær ítalskir bikarmeistarar í knattspyrnu með því að sigra Brescia, 3:1, í úrslitaleik sem fram fór í Noceto, skammt frá Parma.

Sigrún ítalskur bikarmeistari

Sigrún Ella Einarsdóttir og samherjar í Fiorentina urðu í gær ítalskir bikarmeistarar í knattspyrnu með því að sigra Brescia, 3:1, í úrslitaleik sem fram fór í Noceto, skammt frá Parma.
Page 60 of 1.393« First...304050«5859606162 » 708090...Last »