Flokkur: Íþróttafréttir

Ekki undirbúnir fyrir Íslands leikinn

Jamie Vardy framherji Leicester City og enska landsliðsins kennir Roy Hodgson fyrrverandi landsliðsþjálfara Englendinga um að hafa ekki undirbúið liðið betur þegar það mætti Íslendingum í 16-liða úrslitunum á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. ...

Lærisveinar Patreks í fínum málum

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu í handbolta eru í fínum málum eftir 28:28-jafntefli við Hvíta-Rússland á útivelli í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi í byrjun næsta árs. ...

Alli spilar eins og hann sé frá Brasilíu

Enski miðjumaðurinn Dele Ali spilar fótbolta eins og Brasilíumaður að mati Roberto Carlos, fyrrverandi heimsmeistara með brasilíska landsliðinu. Carlos tapaði með Brasilíu á móti Frökkum í úrslitaleik HM árið 1998 en vann keppnina í Suður-Kóreu og ...

Margir horfðu á æfinguna – MYNDIR

Mikill fjöldi fólks fylgdist með fyrstu æfingu íslensku landsliðsstrákanna í Rússlandi í morgun. Ungir sem aldnir komu sér vel fyrir í stúkunni við völlinn og sátu þar allan tímann, þrátt fyrir steikjandi hita. Sumir höfðu vit á að hafa mér skyggni...

Gæti hætt eftir HM

Lionel Messi fyrirliði argentínska landsliðsins í knattspyrnu, sem verður fyrsti mótherji Íslands á HM í Rússlandi, segir vel koma til greina að hann hætti að leika með landsliðinu eftir HM en það velti á gengi liðsins á mótinu.

Hverjir byrja á móti Argentínu?

Það er ekki annað að heyra á Heimi Hallgrímssyni þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu en að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verði klár í slaginn í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi sem er á móti Argentínu í Moskvu á laugardaginn. ...

Ragnhildur sigurvegari eftir bráðabana

Ragnhildur Kristinsdóttir bar í dag sigur úr býtum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi eftir bráðabana við Helgu Kristínu Einarsdóttur sem varð að sætta sig við 2. sæti. Mótið fór fram á Hlíðavelli í Mos­fells­bæ. ...

Zlatan heldur áfram að minna á sig

Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 3:0-sigri LA Galaxy á Real Salt Lake í bandarísku deildinni í fótbolta í nótt. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Zlatan tvö mörk í þeim síðari og kom liði sínu í 2:0.

Guðmundur og Haraldur jafnir í 15. sæti

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson enduðu jafnir í 15. sæti á PGA Championship-mótinu sem fór fram í Svíþjóð á Nordic-mótaröðinni um helgina.

Guðmundur og Patrekur orðaðir við Göppingen

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Selfoss og austurríska karlalandsliðsins, eru meðal þeirra sem orðaðir eru við starf þjálfara þýska 1.deildarliðsins Göppingen. ...
Page 7 of 1.393« First...«56789 » 102030...Last »