4 C
Grindavik
7. mars, 2021

0-7 sigurinn lyfti Klopp upp fyrir Benitez

Skyldulesning

Enski boltinn


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Jurgen Klopp á hliðarlínunni í gær.
Jurgen Klopp á hliðarlínunni í gær.
vísir/Getty

Jurgen Klopp hefur stimplað sig inn sem sigursælasti knattspyrnustjóri Liverpool frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool vann algjöran yfirburðasigur á Crystal Palace í gær þegar meistaraliðið skoraði sjö mörk gegn engu marki heimamanna í Palace.

Var þetta 127. deildarsigur Klopp síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá félaginu sumarið 2015.

Með því tók hann fram úr spænska knattspyrnustjóranum Rafa Benitez sem vann 126 deildarleiki í stjóratíð sinni hjá Liverpool frá 2004-2010 og var þar til í gær sigursælasti knattspyrnustjóri félagsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992.

Jürgen Klopp has now won more Premier League games (127) than any other Liverpool manager in the competition’s history, overtaking Rafa Benítez.

Breaking the record with a BOOM. pic.twitter.com/ldhhLJtc8q

— Squawka Football (@Squawka) December 19, 2020

Liverpool er næstsigursælasta knattspyrnufélag enskrar knattspyrnu á eftir erkifjendum sínum í Manchester United en þegar Klopp tók við stjórnartaumunum hjá Liverpool 2015 hafði félagið ekki unnið efstu deild síðan árið 1990.

Þjóðverjinn batt því enda á þriggja áratuga bið stuðningsmanna þegar Liverpool vann deildina á síðustu leiktíð.

Frá því að úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992 hafa níu stjórar stýrt liðinu.

Innlendar Fréttir