10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

1.099 smit innanlands

Skyldulesning

Alls greindust 1.099 með Covid-19 smit innn­lands. 1.023 greindust við hraðpróf og 76 við PCR-próf, að því er fram kemur á covid.is en tvö ár eru síðan fyrsta Covid-smitið greindist hér á landi.

Alls voru tekin 1.976 sýni með hraðprófum og 338 PCR-sýni.

Þetta er mun minni fjöldi en greint var frá á föstudaginn að hafi þá greinst sýktir. Þá voru 4.333 smit innanlands, þar af 3.100 eftir PCR-sýnatöku og 1.233 í hraðprófi. Hins vegar ber að horfa til þess að almennri notkun PCR-prófa var hætt á fimmtudaginn og eru þau ekki lengunr í boði fyrir almenning með einkenni, heldur eru hraðpróf eingöngu í boði.

63 eru á sjúkra­húsi, þar af þrír á gjör­gæslu.

Karl­maður á níræðis­aldri, smitaður af Covid-19, lést á Land­spít­al­an­um á laug­ar­dag­inn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir