2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

1.135 flóttamenn það sem af er ári

Skyldulesning

Fjölskyldumiðstöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu í Hvítasunnukirkju

Fjölskyldumiðstöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu í Hvítasunnukirkju Kristinn Magnússon

Heildarfjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi fór í dag upp fyrir þá tölu sem búast má við á heilu ári í venjulegu árferði er kemir fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra.

Árið 2016 var heildarfjöldi umsókna 1.132 en í dag var fjöldi umsókna af því sem af er ári 1.135. Helsta ástæða fjöldans í ár má rekja til stríðsins í Úkraínu, en frá upphafi stríðsins hafa 727 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd. 

Langflestar umsóknirnar í mars

Þegar samsetning hópsins er skoðuð eru konur og börn í miklu meirihluta, eða 391 kona, 208 börn og 128 karlar. Síðustu sjö daga hafa 123 sótt um alþjóðlega vernd, eða í kringum 18 einstaklingar á dag. 

Langflestar umsóknirnar komu í marsmánuði, eða 678 en þótt apríl sé ekki hálfnaður eru umsóknirnar orðnar fleiri en í febrúarmánuði.

Næststærsti hópur umsækjenda kemur frá Venesúela, eða 240 manns, en alls eru umsækjendur með 33 ríkisföng.

Ef 7 daga meðaltal er notað sem forspárgildi fyrir fjölda einstaklinga með tengsl við Úkraínu sem sækja um vernd næstu 4 vikur þá má gera ráð fyrir því að sá fjöldi verði um 492 manns.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir