4 C
Grindavik
9. maí, 2021

1.Mót. -Mosó 3.maí-

Skyldulesning

FRAM-mótaröðin er hafin.  Eins alvörudeildir sbr. PepsiMax deildin, Olísdeildin, Bundesligan og fleiri slíkar, hefur HOS-mótaröðin fengið nýtt heiti og mun nú héðan í frá nefnast FRAM-mótaröðin. Löngu tímabær breyting enda fátt sem sameinar menn meira en gamla góða FRAM. Háttvirtur Mótastjóri kom með þessa frábæru uppástungu síðla kvölds, staddur í Fljótshlíðinni, á lokamóti síðasta árs. Honum var þetta hjartans mál, var mikið niðri fyrir þar sem hann stóð í hvíta dressinu, góðglaður og hress. Líklega ekki margir sem tóku eftir tilkynningunni á þeirri stundu enda Smith´s háttstilltir á fóninum og flestir úti á palli að dansa.

En nú er þetta orðið að veruleika, FRAM-mótaröðin er hafin. Það var því við hæfi að einn af bestu sonum FRAM, sem eins og margir góðir FRAMARAR, á rætur í Ármanni, hafi komið séð og sigrað á fyrsta móti ársins og það á afmælisdegi sínum! Til lukku með sigurinn Gauti og til hamingju með daginn.

Annars heilsaði Mosó okkur með nokkuð týpísku maí-veðri, skínandi sól og kalsablæstri. Sannkallað gluggaveður. Völlurinn lítur vel út og flatirnar góðar.

Skorið nokkuð gott á hjá 3 efstu en enginn flugeldasýning. Spennan var nokkuð meiri í neðri hlutanum og nokkrir bráðabanar leiknir á 19ándu holu. Meistari síðasta árs, TT,  fer varlega af stað í titilvörninni er engu að síður mættur óvenjusnemma til leiks þetta árið. Hefur oft mætt til leiks með kríunni.

Margfaldur meistari Hergeir mætti með spánýja rafmagnskerru til leiks og mátti sjá nokkrur prjón hér og þar um völlinn. Bara smá stillingaratriði eins og í golfinu sjálfu laughing.

ÚRSLIT
Sæti Nafn Pkt. Bráðabanar
1 Gauti 35  
2 Haukur 34  
3 Tóti 32  
4 Jón Ari 29  
5 Eggert 28  
6 Tryggvi 27 9
7 Halli 27  
8 Tommi 25 9
9 Viktor 25  
10 Jói 25  
11 Ingvar 24 9
12 Hergeir 24  
13 Sig.Egill 23  
STAÐAN
Sæti Nafn STIG
1 Gauti 60
2 Haukur 54
3 Tóti 50
4 Jón Ari 48
5 Eggert 46
6 Tryggvi 44
7 Halli 42
8 Tommi 40
9 Viktor 38
10 Jói 36
11 Ingvar 34
12 Hergeir 32
13 Sig.Egill 30


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir