8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

10 ríkustu eigendur íþróttaliða – Eigandi Manchester City situr í 8. sæti

Skyldulesning

Það að eiga íþróttalið og að eiga gífurlega mikinn pening helst oft í hendur. Þess vegna er það enginn furða að ríkustu eigendur íþróttaliða eiga sand af seðlum. Þeir þurfa jú að eyða pening í liðin, leikmenn, starfsfólk og fleira.

Online Betting Guide tók nýverið saman lista yfir 10 ríkustu eigendur íþróttaliða í heiminum í dag. Nokkuð er um eigendur knattspyrnuliða á listanum en það er þó ekki eina íþróttin sem ríkustu mennirnir fjárfesta í.

10. JOSEPH TSAI

Þessi viðskiptamaður, sem kemur frá Taívan, Hong Kong og Kanada, er eigandi NBA-liðsins Brooklyn Nets en hann keypti liðið árið 2019. Þá á Tsai hluta í knattspyrnuliðinu Los Angeles FC en liðið leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Tsai er metinn á um 1.863 milljarða í íslenskum krónum. Stærsta hluta auðæfanna fékk Tsai eftir að hafa stofnað vefverslunina AliBaba sem nýtur mikilla vinsælda, meðal annars á Íslandi.

9. DIETRICH MATESCHITZ

Mateschitz er meðstofnandi Red Bull en hann á um 49% hlut í því fyrirtæki. Mateschitz er austurrískur og metinn á rúmlega 3.528 milljarða íslenskra króna. Austurríski drykkjarfrömuðurinn hefur í gegnum Red Bull fjárfest í íþróttafélögunum New York Red Bulls, Red Bull Racing, Scuderia Alphatauri, Fc Salzburg og RB Leipzig.

8. SHEIKH MANSOUR

„Það má með sanni segja að Mansour hafi breytt landslaginu í enska boltanum,“ segir The Sun um sjeikinn enda hafa auðæfi hans gert Manchester City að einu besta félagi Evrópu. 3.866 billjarðarnir sem Mansour er metinn á komu þó ekki vegna hugvits hans heldur fékk hann peninginn í arf frá konunglegu fjölskyldunni í Abu Dhabi.

7. DAVID THOMSON AND FAMILY

David Thomson er ríkasta manneskja Kanada en hann er metinn á rúma 5.062 milljarða í íslenskum krónum. Thomson og fjölskylda hans eru þekktust fyrir að stjórna Reuters fjölmiðlasamsteypunni sem stofnuð var af afa David Thomson. David er nú stjórnarformaður félagsins Thomson Reuters.

Thomson hefur greinilega áhuga á íþróttum en hann á íshokkíliðið Winnipeg Jets sem leikur í NHL-deildinni.

6. DANIEL GILBERT

Daniel Gilbert er mikill íþróttaaðdándi en hann á NBA-liðið The Cleveland Cavaliers. Þá á hann einnig íshokkíliðið Cleveland Monsters og körfuboltaliðið Canton Charge.

Gilbert eignaðist peninginn sinn í gegnum veðlánafyrirtækið Quicken Loans sem hann stofnaði. Þá er hann einnig stofnandi félagsins Rock Ventures en félagið á fjölda fyrirtækja og eigna. Hann er metinn á tæpa 5.239 milljarða íslenskra króna.

5. FRANCOIS PINAULT AND FAMILY

Pinault er stofnandi Kering félagsins sem heldur utan um mörg af þekktustu og dýrustu merkjum heims, eins og Gucci, Saint Laurent, Alexander McQueen og fleiri. Þá er hann einnig stofnandi fjárfestingarfélagsins Artémis.

Pinault er metinn á rúma 5.417 milljarða í íslenskum krónum. Pinault á knattspyrnufélagið Stade Rennais FC, sem leikur í efstu deild Frakklands, en það keypti hann árið 1998. Síðan Pinault keypti félagið hefur það farið frá því að vera í næst efstu deild Frakklands og upp í efstu deildina og Meistaradeildina. Pinault hefur þó verið tregur þegar kemur að því að ausa stórum fjárhæðum í félagið.

4. CARLOS SLIM

Mexíkóski viðskiptajöfurinn Carlos Slim var eitt sinn ríkasti maður heims, eða á árunum 2010 til 2013. Þrátt fyrir það hefur auður hans minnkað síðan þá niður í litla 6.596 milljarða.

Slim átti mexíkóska knattspyrnuliðið Club Leon þar til árið 2017. Þegar hann átti liðið var hann ríkasti eigandi knattspyrnuliðs í heiminum.

3. ARMANCIO ORTEGA

Þrátt fyrir að það kannist ekki allir við nafnið Armancio Ortega þá þekkja flestir fyrirtækið sem hann stofnaði. Ortega stofnaði fataverslunina Zara sem dreifir sér um allan heim, meðal annars er Zara hér á Íslandi. Ortega er metinn á rúma 8.110 milljarða í íslenskum krónum.

Hann er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann er eigandi knattspyrnuliðsins Deportivo La Coruña, sem leikur í næst efstu deild Spánar.

2. STEVE BALLMER

Steve Ballmer er fyrrum forstjóri Microsoft tæknirisans. Í gegnum tímann hefur hann náð að sanka að sér miklum auðæfum en hann er í dag metinn á rúmlega 8.953 milljarða í íslenskum krónum.

Árið 2014 keypti Ballmer körfuboltaliðið LA Clippers en liðið leikur í NBA-deildinni. Ballmer keypti liðið fyrir einn og hálfan milljarð punda eða um 253 milljarða í íslenskum krónum.

1. MUKESH AMBANI

Mukesh Ambani er ríkasti eigandi íþróttaliðs í heimi. Þá er hann, samkvæmt Forbes, níundi ríkasti maður heims. Ambani er ríkasti maður Indlands en hann er metinn á 9.297 milljarða í íslenskum krónum.

Ambani er greinilega mikill íþróttaáhugamaður þar sem hann stofnaði krikketliðið Mumbai Indians árið 2008 en auk þess sá hann um að stofna indversku knattspyrnudeildina, Indian Super League.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir