6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

10,4% samdráttur landsframleiðslunnar á þriðja ársfjórðungi

Skyldulesning

Verulegur samdráttur varð á landsframleiðslunni á þriðja árfjórðungi en þar vegur einna þyngst samdráttur í útflutningi ferðaþjónustu, sem dróst saman um 77%.

Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4% á þriðja ársfjórðungi 2020, samanborið við sama tímabil í fyrra. Landsframleiðslan á evrusvæðinu dróst á sama tíma saman um 4,4%, samanborið við 2019.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

„Þjóðarútgjöld hér á landi, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, drógust saman um 2,7%. Þennan mikla samdrátt í landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi má því að mestu leyti rekja til neikvæðra áhrifa utanríkisviðskipta. Þar vegur þyngst samdráttur í útflutningi ferðaþjónustu sem dróst saman um 77% á tímabilinu borið saman við sama tímabil árið 2019. Mælt á verðlagi hvors árs nam samdráttur í útflutningi ferða- og samgönguþjónustu tæplega 139 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil árið 2019,“ segir í fréttinni.

Hagstofa Íslands

Þá er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3% að raungildi á þriðja ársfjórðungi og samdráttur í fjármunamyndun áætlaður 15,2%. Samneysla hafi hins vegar aukist um 4,4%.

„Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 26,3%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 13,6 milljarða króna á tímabilinu.

Fyrstu níu mánuði ársins er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 8,1% borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2019.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,6% á milli annars og þriðja ársfjórðungs 2020.“

Hagstofa Íslands

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir