Hinn 11 ára gamli Kai Rooney hefur skrifað undir samning við Manchester United en hann er elsti sonur Wayne og Coleen Rooney. Wayne Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins.
Rooney eldri, sem lék með United frá 2004 til 2017, greindi frá á Twitter og kvaðst stoltur af syninum. Þá birti hann mynd af Kai halda á treyju númer 10, en Wayne Rooney spilaði einmitt í treyju númer 10 er hann lék með United.
Proud day. Kai signing for @ManUtd. Keep up the hard work son ❤️ pic.twitter.com/tTYuUZj7yn
— Wayne Rooney (@WayneRooney) December 17, 2020