4 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

11 ára sonur Rooney kominn til United

Skyldulesning

Hinn 11 ára gamli Kai Rooney hefur skrifað undir samning við Manchester United en hann er elsti sonur Wayne og Coleen Rooney. Wayne Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins.

Rooney eldri, sem lék með United frá 2004 til 2017, greindi frá á Twitter og kvaðst stoltur af syninum. Þá birti hann mynd af Kai halda á treyju númer 10, en Wayne Rooney spilaði einmitt í treyju númer 10 er hann lék með United.

Proud day. Kai signing for @ManUtd. Keep up the hard work son ❤️ pic.twitter.com/tTYuUZj7yn

— Wayne Rooney (@WayneRooney) December 17, 2020

Innlendar Fréttir