6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

11 vísindamenn fengu styrki

Skyldulesning

Margs konar læknisrannsóknir voru styrktar.


Ellefu ungum starfsmönnum Landspítala voru afhentir styrkir til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala miðvikudaginn 2. desember 2020 í Hringsal. Styrkirnir námu allt að 1,5 milljónum króna og gerðu ungu vísindamennirnir grein fyrir fjölbreyttum vísindaverkefnum sínum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. 

Segir þar að Vísindasjóður Landspítala hafi veitt styrki til ungra vísindamanna síðan árið 2011. Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni nýútskrifaðra starfsmanna spítalans. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands flutti ávarp og Þórdís K. Þorsteinsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstofu í bráðafræðum, dósent við Háskóla Íslands og styrkhafi sem ungur vísindamaður 2012, hélt erindi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala og formaður Vísindasjóðs Landspítala Lands ávarpaði fundinn og styrkþega. Fundarstjóri var Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri næringarstofu Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands.

Styrkhafar

Aron Hjalti Björnsson sérnámslæknir, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.

Rannsókn: Áhrif sykurstera á sýkingalyfjanotkun sjúklinga með iktsýki fyrir og eftir meðferð með TNF hemlum


Ásdís Hrönn Sigurðardóttir kandídat, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.

Rannsókn: Tengsl blóðþrýstings í æsku við blóðþrýsting og háþrýsting hjá ungum fullorðnum: 10 ára eftirfylgdarrannsókn

Birta Bæringsdóttir kandídat, bráðaþjónustu.

Rannsókn: Útsetning fyrir sýklalyfjum snemma á ævinni og síðkomin áhrif á heilsu barna

Eyrún Arna Kristinsdóttir sérnámslæknir, skurðstofum og gjörgæslu.

Rannsókn: Barkaraufun á gjörgæsludeild; tíðni, ábendingar, tímasetning og tímalengd, fylgikvillar og langtímahorfur

Halla Ósk Ólafsdóttir sálfræðingur, geðþjónustu.

Rannsókn: Atferlisvirkjun við þunglyndi í geðhvörfum

Hannes Halldórsson sérnámslæknir, skurðlækningum.

Rannsókn: Skarð í vör og góm á Íslandi 1991-2018

Helgi Kristinn Björnsson sérnámslæknir, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.

Rannsókn: Áhættuþættir fyrir lifrarskaða af völdum TNF-alpha hemla

Hrafnhildur Gunnarsdóttir sérnámslæknir, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.

Rannsókn: Frumkomið aldósterónheilkenni á Íslandi í 10 ár

Kristján Orri Víðisson sérnámslæknir, skurðstofum og gjörgæslu.

Rannsókn: Áhættuþættir og útkomur sjúklinga eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi

Telma Huld Ragnarsdóttir sérnámslæknir, skurðlækningum.

Rannsókn: Bráður nýrnaskaði á bráðamóttöku, framsýn tilfellamiðuð rannsókn.

Vaka Kristín Sigurjónsdóttir sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.

Rannsókn: High Intra-patient Variability of Tacrolimus in Pediatric Renal Transplant Recipients is Associated with Worse Graft Outcomes.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir