7 C
Grindavik
15. apríl, 2021

115 grömm af heróíni á ellefu árum

Skyldulesning

Á rúmlega áratug hefur verið lagt hald á um 115 …

Á rúmlega áratug hefur verið lagt hald á um 115 g. af heróíni hér á landi, langt mest á þessu ári.

AFP

Samtals hefur verið lagt hald á 114,8 grömm af heróíni hér á landi frá árinu 2010. Langmest af því magni var gert upptækt á síðustu þremur árum og sérstaklega í einu máli á þessu ári, þegar lagt var hald á um 77 grömm. 

Þetta má lesa úr svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins.

Í svarinu kemur fram að árin 2010-2016 hafi aðeins verið lagt hald á 1,5 grömm af efninu. Árið 2017 var lagt hald á 8,7 grömm og árið 2018 voru 27,8 grömm haldlögð. Árið 2019 var um að ræða 0,1 gramm, en eins og fyrr segir um 76,7 grömm á þessu ári.

Þá kemur fram að málin séu í heild fimmtán, um 0-2 mál á ári að frátöldu árinu 2018, þegar þau voru átta talsins.

Innlendar Fréttir