12 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær en fjórir voru ekki í sóttkví við greiningu. Fimm smit greindust við landamærin en í fimm tilvikum er mótefnamælingar beðið. 34 eru á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu.
Hátt í 2.500 sýni voru tekin í gær, 843 einkennasýni, 1.276 í landamæraskimun og 153 í sóttkvíar- og handahófsskimunum. Svo mörg sýni hafa ekki verið tekin síðan í byrjun nóvember. Hlutfall jákvæðra sýna var 4,58%.
Nýgengi innanlandssmita fyrir hverjar 100.000 íbúa síðastliðna 14 daga er nú í 26,7 en 12,0 við landamærin. 174 eru í sóttkví og 127 í einangrun, 2.315 eru í skimunarsóttkví.
84 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 116 í sóttkví. 21 er í einangrun á Suðurnesjum og 38 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 15 í einangrun og 13 í sóttkví. Þrír eru í einangrun á Norðurlandi vestra en enginn í sóttkví. Þá eru tveir í einangrun á Vesturlandi og þrír í sóttkví en tvö smit eru óstaðsett og fjórir óstaðsettir í sóttkví.
Engin smit eru skráð á Austurlandi, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum. Í þessum þremur landshlutum er heldur enginn í sóttkví.