7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

12 smit innanlands

Skyldulesning

12 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær en fjórir voru ekki í sóttkví við greiningu. Fimm smit greindust við landamærin en í fimm tilvikum er mótefnamælingar beðið. 34 eru á sjúkarhúsi, þar af fjórir á gjörgæslu. 

Hátt í 2.500 sýni voru tekin í gær, 843 einkennasýni, 1.276 í landamæraskimun og 153 í sóttkvíar- og handahófsskimunum. Svo mörg sýni hafa ekki verið tekin síðan í byrjun nóvember.

Nýgengi innanlandssmita fyrir hverjar 100.000 íbúa síðastliðna 14 daga er nú í 26,7 en 12,0 við landamærin. 174 eru í sóttkví og 127 í einangrun, 2.315 eru í skimunarsóttkví. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir