-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

12,6 stiga frost í Víðidal

Skyldulesning

Með í reikninginn – hjartaáföll

Einn dag fyrir átta árummeð eimskipi tók ég far.Nú man ég því miður ekkihver meining ferðalagsins var. En einhverra orsaka vegnaað endingu landi...

Hæðarhryggur gengur inn á landið í dag með hægri breytilegri átt og léttskýjuðu veðri en norðan og norðvestan átt, víða 5-10 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið austast á landinu fram á kvöld. Kalt í veðri, frost 2 til 13 stig, kaldast inn til landsins.

Áfram hægir vindar og léttskýjað í fyrramálið. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og þykknar upp sunnan og vestan til á landinu með úrkomu um kvöldið að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Ef upplýsingar um mesta kulda á láglendi síðasta sólarhringinn sést að það hefur verið 14 stiga frost á Þingvöllum, 12,6 stiga frost á Sandskeiði og 12,5 stiga frost í Víðidal í Reykjavík. 

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Víða léttskýjað og frost 3 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp sunnan- og vestanlands, suðaustan 10-18 m/s með slyddu eða rigningu á láglendi annað kvöld og hlýnar í veðri. Hægari vindur og áfram frost um norðanvert landið.

Á fimmtudag:

Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost 3 til 13 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og þykknar upp sunnan- og vestanlands, snjókoma eða slydda þar um kvöldið og rigning við ströndina.

Á föstudag:

Fremur hæg suðlæg átt, skýjað og úrkomulítið, en þurrt norðanlands. Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s seinnipartinn með rigningu eða slyddu víða um land og snjókomu inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:

Norðan og norðvestan 13-20 m/s, hvassast norðaustan til á landinu. Slydda eða snjókoma á norðurhelmingi landsins og rigning við ströndina. Skýjað og þurrt sunnanlands. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:

Fremur hæg breytileg átt og víða bjart veður, en lítilsháttar él við vesturströndina. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag:

Suðaustan og austanátt með rigningu eða slyddu og hita 0 til 5 stig. Þurrt norðan til á landinu með minnkandi frosti.

Á þriðjudag:

Norðaustan átt og yfirleitt þurrt, en él norðaustan- og austanlands. Frost 0 til 5 stig.

Innlendar Fréttir