8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

14 marka sigur hjá Aroni og félögum

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Aron Pálmarsson Barcelona.jfif


Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona unnu þægilegan sigur í nágrannaslag í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þar heimsóttu þeir Granollers og líkt og oftast áður höfðu Börsungar yfirhöndina allan tímann.

Mikill hraði einkenndi fyrri hálfleikinn en Barcelona leiddi með sjö mörkum í leikhléi, 16-23. Í síðari hálfleik héldu gestirnir áfram að auka við forystuna og unnu að lokum fjórtán marka sigur, 27-41.

Aron komst ekki á blað í leiknum þrátt fyrir tvær skottilraunir. 

Franska stórskyttan Dika Mem var markahæstur í liði Barcelona með 9 mörk en næstur honum í markaskorun voru Timo N’Guessan og Alex García með 6 mörk hvor.

Barcelona með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir tólf leiki.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir